Orrustuskipið Pétur mikli siglir í átt að Íslandi til að fylgjast með heræfingum NATO

frettinErlentLeave a Comment

Varðberg, samtök um vestræna samvinnu og alþjóðamál, segir frá því að tugir þúsunda hermanna frá 27 þjóðum taki þátt í NATO-heræfingunni Cold Response sem hófst undir forystu Norðmanna mánudaginn 14. mars.

Helsta markmið heræfingarinnar er að æfa liðsflutninga til Norður-Noregs og þjálfa hermenn frá þátttökuríkjunum í hernaði á norðurslóðum. Hermenn og mikill fjöldi flugvéla taka þátt í æfingunni og um 50 skip.

Auk NATO-þjóða eru Svíar og Finnar einnig þátttakendur. Ekki hefur verið efnt til jafn viðamikillar heræfingar fyrir norðan heimskautsbaug frá því á níunda áratugnum. Æfingin stefndur fram í miðjan apríl, segir í fréttinni.

Þá segir Varðberg að skipulagning æfingarinnar, Cold Response, hafi hafist löngu áður en Rússar réðust inn í Úkraínu 24. febrúar sl. en sökum stríðsins í Úkraínu og þeirrar spennu sem ríkir milli Rússa og Vesturlanda sjá menn æfinguna nú í öðru ljósi en annars.

Fyrir hálfum mánuði sögðu Rússar að engir sérstakir fulltrúar kæmu frá Rússlandi til að fylgjast með hernaðaræfingunni. En á á vefsíðunni Barents Observer segir samkvæmt frétt Varðberg í dag 15. mars að sl. sunnudag hafi áhöfn í norskri eftirlitsflugvél orðið vör við ferðir tveggja rússneskra herskipa á Barentshafi fyrir norðan Finnmörk. Annað skipanna er Pétur mikli (Pjotr Velikíj) sem er stærsta orrustuskip Rússa. Pétur mikli er búinn tugum stýriflauga, loftvarnaflaugum og öðrum vopnum og siglir nú í átt að Íslandi. Kjarnorkuknúna orrustu-beitiskipið er að jafnaði stjórnskip þegar Norðurflotinn efnir til æfinga á Barentshafi undan Kóla-skaga.

Orrustuskipið Pétur mikli á siglingu í átt til Íslands.

Heimild varðberg.is

Skildu eftir skilaboð