Bresk skýrsla: Níu af hverjum tíu Covid andlátum eru bólusettir einstaklingar

frettinErlent2 Comments

Fréttin hefur verið uppfærð kl. 12.42 vegna upplýsinga frá Landspítala um stöðu bólusetninga meðal þeirra sem látist hafa af COVID-19.

Skýrsla sem bresk stjórnvöld hafa gefið út staðfestir að 9 af hverjum 10 dauðsföllum sem tengjast COVID-19 eru meðal þeirra sem voru fullbólusettir. Þrátt fyrir að veiruafbrigðið sé það sama og í Bandaríkjunum og að Bretland hafi samþykkti aðeins eitt annað bóluefni (AstraZeneca) en Bandaríkin, eru gögnin í Bandaríkjunum öðruvísi. Munurinn gæti stafað af því hvernig CDC (Sóttvarnastofun Bandaríkjanna) skilgreinir þann sem er „bólusettur“

Líklegt er að bandarísk gögn verði enn takmarkaðri á næstu vikum og mánuðum. Fyrir utan það að CDC feli gögn, ákváðu heilbrigðisyfirvöld (HHS) í byrjun febrúar að hætta að skrá dauðsföll sem rekja má til COVID-19.

Gögn eru mikilvæg

Samt eru gögn undirstaða vísindalegrar greiningar. Án þeirra geta vísindamenn ekki greint tölfræði og dregið ályktanir, sem gerir lýðheilsusérfræðingum ófært að gefa nákvæmar ráðleggingar. Þekking gefur þér vald til að taka upplýstar ákvarðanir byggðar á sönnunargögnum.

Eftir fyrst sex mánuði heimsfaraldursins leiddi skýrsla í ljós að flestir Bandaríkjamenn höfðu verulegar ranghugmyndir um áhættuna af COVID-19. Mánuðum síðar sýndi önnur könnun að þetta hafði ekki mikið breyst. Þó að sérfræðingar hafi sagt að ranghugmyndirnar stöfuðu af „fáfræði um grundvallar og óumdeilanlegar staðreyndir um hverjir væru í hættu,“ sögðu aðrir að stjórnmálavæðingu heimsfaraldursins væri einnig um að kenna. En það voru aðrir þættir sem skekktu gögnin sem sérfræðingar töldu sig hafa.

Að sögn uppljóstrarans, Brook Jackson, sem vann að 3. stigs COVID sprauturannsóknum Pfizer, voru gögn fölsuð, þátttakendur voru afblindaðir, fyrirtækið réði illa þjálfað fólk til að gefa sprauturnar og vinnsla á tilkynntum aukaverkunum var langt á eftir. Vitnisburður hennar var birtur 2. nóvember 2021 í British Medical Journal af rannsóknarblaðamanninum Paul Thacker.

Þetta er enn ein vísbendingin um að aldrei verði vitað um raunverulegan fjöldi aukaverkana og dauðsfalla af völdum sprautnanna sem eru kölluð COVID-bóluefni. Eina rökrétta ályktunin sem hægt er að draga er að gögnin styðja ekki Warp Speed ​​framleiðslu og fjöldabólusetningaráætlun sem hófst snemma árs 2020.

Reyndar er bólusetningaætlunin ekki aðeins árangurslaus, heldur hefur hún líklega skemmt og drepið mun fleiri en nokkur heilbrigðisstofnun mun nokkurn tíma viðurkenna opinberlega. Nauðsynlegt er að deila þessum upplýsingum til að koma í veg fyrir fleiri dauðsföll og skaða.

Skýrsla breska ríkisstjórnarinnar: 90 prósent dauðsfalla eru meðal fullbólusettra

Blaðamaður The Exposé benti á að á meðan heimurinn hafi verið upptekin við að fylgjast með innrás Rússa í Úkraínu hafi bresk stjórnvöld opinberað skýrslu sem staðfesti að 9 af hverjum 10 dauðsföllum af völdum COVID-19 í Englandi hafi verið hjá þeim sem voru fullbólusettir.

Skýrslan er gefin út breskri heilbrigðisstofnun (UKSHA), sem gefur út vikulegar eftirlitsskýrslur. Skýrslan inniheldur nokkrar töflur með hráum gögnum sem sýna að mikill meirihluti fólks sem smitaðist, lagðist inn á sjúkrahús eða lést af völdum COVID-19 var að fullu bólusett.

The Exposé, sýnir skref fyrir skref hvernig gögnin, sem safnað var frá 24. janúar 2022 til 28. febrúar 2022, studdu þessa fullyrðingu. Í Bretlandi gera heilbrigðisyfirvöld greinarmun á þeim sem aldrei hafa fengið sprautu og þeim sem hafa fengið eina, tvær eða þrjár.

Að þessu sögðu, voru 1.086.434 tilfelli af COVID hjá bólusettum einstaklingum sem voru 73 prósent allra tilfella á þessu tímabili.

Þegar börn voru tekin jöfnunni voru bólusettir einstaklingar 91 prósent allra tilfella. Blaðamaðurinn bar einnig saman gögn sem frá árinu 2021 þegar Delta-afbrigðið var ríkjandi, við núverandi skýrslu þegar Omicron var ríkjandi afbrigði í Englandi. Skýrslan sýndi hærri fjölda barna á sjúkrahúsi vegna Omicron en Delta.

Þar sem börn hafa aldrei verið í mikilli hættu á að veikjast alvarlega af COVID, vekur það spurningar hvort núverandi fjöldi barna á sjúkrahúsi með COVID-19 gæti verið vegna aukinna PCR-sýnataka sem vitað er að veiti hátt hlutfall falsk-jákvæðra svara hjá börnum sem eru á sjúkrahúsi af öðrum ástæðum.

Þegar börn voru tekin með í tölum um sjúkrahúsvist sýndu gögnin að 75 prósent þeirra sem voru á sjúkrahúsi með COVID á yfirstandandi tímabili voru bólusettir. En þegar börn voru fjarlægð úr jöfnunni voru 85 prósent þeirra sem lögðust inn á sjúkrahús bólusett. Svipaðar niðurstöður fundust þegar gögnin voru greind með tilliti til COVID-dauðsfalla.

Á fjögurra vikna tímabilinu í núverandi skýrslu voru bólusettir einstaklingar 89 prósent dauðsfalla. Athyglisverðast er að dauðsföllum hjá bólusettum einstaklingum fjölgar ekki aðeins hröðum skrefum heldur fer dauðsföllum þeirra sem ekki eru bólusettir fækkandi.

Athugið að mikilvægt er að skoða sjálf gögnin og töflurnar í bresku skýrslunni til að sjá þessar upplýsngar.

Á Íslandi?

Þess má geta að upplýsingafulltrúi Landspítalans, Andri Ólafsson, segist ekki geta veitt upplýsingar um COVID andlát á Landspítalanum eftir bólusetningastöðu, þ.e.a.s. hversu margir sem hafa látist á spítalanum af völdum COVID hafi ekki fengið neina COVID sprautur og hversu margir hafa fengið eina eða fleiri. Sem sagt eins og bresk heilbrigðisyfirvöld setja fram sínum skýrslum.

Uppfært kl. 12.42.

Landspítalinn sendi þessar upplýsingar um COVID dauðsföll og bólusetningar í fjórðu bylgju. Alls eru það 27 tilfelli til og með 17. mars 2022.  Ekki er vitað um bólusetningastöðu í tveimur tilfellum, tvíbólusettir 4 tilfelli, þríbólusettir 15 tilfelli, óbólusettir 6 tilfelli. Enginn virðist skv. töflunni hafa látist með eina bólusetningu.

Hvað innlagnir vegna Covid snertir, flokkar Landspítalinn þá sem hafa enga eða eina bólusetningu fengið í sama flokk „vanbólusettur.“

Epoch Times og The Exposé.

2 Comments on “Bresk skýrsla: Níu af hverjum tíu Covid andlátum eru bólusettir einstaklingar”

  1. Há tíðni andlátra meðal óbólusettra hérlendis. Ansi margir óbólusettir hafa látist hérlendis. Sá hópur er með hæstu andlátstíðnina. Það er fréttnæmt.

Skildu eftir skilaboð