Á Nýja-Sjálandi rauk heildar dánartíðni í aldurshópnum 60 ára og eldri upp, nánast tvöfaldaðist, á síðasta ári samhliða bólusetningum.
Nýja Sjáland er mjög áhugaverð raunheimstilraun um öryggi Covid bóluefnanna. Eftir að landið einangraði sig frá umheiminum og útrýmdi þannig Covid, fóru yfirvöld í landinu samt sem áður í fjöldabólusetningaherferð. Hvaða lærdóm má draga af því?
Dánartíðni í landinu af öllum orsökum jókst í árganginum sextíu ára og eldri sem er næstum í fullkomnu samræmi við bólusetningaherferðina. Fleiri bólusetningar = fleiri dauðsföll, færri bólusetningar = færri dauðsföll.
Málið þarfnast frekari skoðunar en svör frá heilbrigðisyfirvöldum á Nýja Sjálandi benda til þess að þau hafi ekki mikinn áhuga á nánari athugun.
En heimurinn er að sjá hið rétta smátt og smátt, hægt en örugglega, þ.e.a.s. að tvær bólusetningar virka ekki mjög vel gegn omicron, heldur ekki heldur þrjár og nú á að bjóða upp á þá fjórðu sem Ísraelar segja veita litla vörn.
Þó að helstu fjölmiðlar í Bandaríkjunum haldi sig enn fast við linnulausan áróður til að reyna að valda meiri áhyggjum og ótta vegna omicron, hefur Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna (CDC) meira að segja þurft að viðurkenna að omicron sé mun síður banvænt og mun mildara en delta afbrigðið.