Sóttvarnarstofnun Bandaríkjanna (CDC) hefur fjarlægt tugþúsundir dauðsfalla sem tengjast COVID-19, þar á meðal næstum fjórðung dauðsfalla sem stofnunin hafði skráð hjá 18 ára og yngri.
Lítið fór fyrir breytingunni á gagnarakningarvef stofnunarinnar þann 15. mars sl.
„Gögn um dauðsföll hafa verið leiðrétt eftir lagfæringar á „kóðavillum.“ Leiðréttingin leiddi til lækkunar á fjölda dauðsfalla í öllum flokkum,“ segir CDC á vefsíðunni.
CDC treystir ríkjum og öðrum lögsagnarumdæmum í landinu til að tilkynna dauðsföll af völdum COVID-19 og viðurkennir á vefsíðu sinni að gögnin séu ekki fullnægjandi.
Margsinnis hefur verið vitnað í tölfræðina af læknum og öðrum þegar þrýst hefur verið á COVID-19 bólusetningar, þar á meðal einstaklingar sem telja að nánast öll börn ættu að vera bólusett. Dr. Rochelle Walensky, forstjóri CDC, vitnaði í heildardauðsföll sem skráð voru í gagnagrunninn í nóvember 2021 þegar hún þrýsti á nefnd sérfræðinga að ráðleggja stofnuninni að mæla með bólusetningu fyrir öll börn 5 til 11 ára.
Fyrir leiðréttingu tölfræðinnar hafði CDC skráð 1,755 COVID-19 andlát meðal barna, ásamt um það bil 851,000 önnu, að sögn Kelley Krohnert, íbúa í Georgíu sem hefur fylgst með uppfærslunni.
Leiðréttingin leiddi til þess að COVID-19 dauðsföll barna lækkaði um 416 tilfelli og yfir 71,000 meðal annarra hópa, samtals lækkun um tæplega 780,000 tilfelli.
CDC hafði í ágúst 2021 einnig breytt tölum um dauðsföll eftir að hafa greint misræmi í gögnum.
„Uppfærslan er til batnaðar, en hún er að minnsta kosti þriðja leiðréttingin á þessum gögnum og leysir samt ekki allan vandann. Þetta undirstrikar að þegar vísað er í tölur um börn og COVID hefur verið stuðst við brengluð gögn,“ sagði Krohnert við The Epoch Times í tölvupósti.
Sumir blaðamenn og læknar hafa vitnað í gögnin á meðan aðrir styðjast við tölfræði í umsjón NCHS (National Center for Health Statistics), deildar innan CDC sem segir þau gögn vera áreiðanlegri.
NCHS-tölur, sem er unnar upp úr dánarvottorðum, sýna eins og er 921 dauðsföll af völdum COVID-19 meðal barna og um 966,000 dauðsföll vegna COVID-19 meðal annarra hópa.
Tölur um dauðsföll innihalda einstaklinga sem létust með COVID-19 og þá sem létust af völdum COVID-19, sagði talsmaður CDC við Epoch Times í tölvupósti í janúar sl. COVID-19 var skráð sem undirliggjandi orsök, eða aðaldánarorsök, á um 90 prósent dánarvottorða á þeim tíma.
Sum dauðsföll sem skráð eru hjá CDC virðast ótengd COVID-19. Til dæmis má finna þar dauðsföll vegna drukknunar og byssuskots, samkvæmt skoðun Epoch Times á „dánarkóðum.“
Leiðréttingin eru „frábærar fréttir“ sagði Dr. Alasdair Munro, sem starfar við klínískar rannsóknir í smitsjúkdómum barna við Southampton háskólasjúkrahúsið á Bretlandi, í ljósi þess að næstum fjórðungur dauðsfalla barna af völdum af COVID-19 er horfinn.
Dr. Munro skrifaði á samfélagsmiðla og sagði það vera „dálítið áhyggjuefni“ að þessi gögn hafi verið notuð víða í Bandaríkjunum til að leiðbeina eða mæla fyrir ákveðinni stefnu.
Sumir kölluðu eftir því að CDC myndi gefa út opinbera afsökunarbeiðni eða að minnsta kosti tilkynna slíkar uppfærslur, svipað og aðrar lægri stofnanir hafa gert í tengslum við lækkun á fjölda COVID-19 dauðsfalla.
„Það er svívirðilegt að breyta hljóðlega textanum neðanmáls varðandi verulega leiðréttingu sem þessa,“ sagði Jessica Adams, fyrrverandi yfirmaður eftirlitsnefndar hjá FDA á Twitter.
2 Comments on “CDC fjarlægir 24% af Covid dauðsföllum barna og þúsundir annarra”
Sannarlega tímabært en oftalning dauðsfalla af völdum covid virðist vera umtalslverð. Hér á landi virðast allir sem mælast með veiruna hafa verið skráðir sem látnir „vegna covid“ þó engin hemiild sé til þess. Fólk leggst inn á spítala fárveikt eða slasað en við skimun mælist veiran, það deyr nokkru síðar en umsvifalaust er veirunni kennt um. Þetta má sjá í lista yfir andlát á covid.is. https://www.covid.is/tolulegar-upplysingar
Þarna eru tveir ungir einstaklingar sem samkvæmt fréttum dóu „með covid“ flokkaðir með covid-andlátum. Hér er tilvalið rannsóknarefni. Það væri einnig forvitnilegt að fá nákvæma greiningu á því hve margir deyja nákvæmlega úr covid-sjúkdómnum aldur þeirra og bólusetningarstöðu. Ætli meðalaldur látinna sé ekki nálægt meðaldánaraldri þjóðarinnar þannig er það a.m.k. í Bretlandi.
Já og ekki má gleyma því að heilbrigðisyfirvöld og lyjfastofnun hafa vísað í þessar tölur CDC.