Lia Thomas er fyrsta transkonan í íþróttum til að vinna sundtitil í háskólaíþróttum í Bandaríkjunum, en umdeildur sigur hennar hefur vakið misjafnar viðtökur.
Lia frá háskólanum í Pennsylvaníu, 22 ára, sigraði í gærkvöldi 450 metra skriðsund kvenna í Atlanta á tímanum 4:33,24.
Í lok keppninnar var þó konunni sem hreppti annað sætið, Emmu Weyant, frá háskólanum í Virginíu, fagnað mun meira en sjálfum sigurvegaranum. Emma synti á tímanum 4:34,99.
Þó sigri Liu Thomas hafi verið fagnað af einhverjum, mátti líka heyra blót áhorfenda sem þykir Liu hafa ósanngjarnt forskot á keppinauta sína þar sem hún fór í gegnum kynþroskaskeiðið sem karlmaður og hefur aðeins nýlega gerst transkona.
„Ég reyni að hunsa það eins mikið og ég get, ég reyni að einbeita mér að sundinu og hvað ég þarf að gera til að undirbúa mig fyrir keppni og ég reyni að útiloka allt annað,“ sagði Lia Thomas eftir keppnina við fréttastöðina ESPN um viðbrögð áhorfenda.
Hér er viðtal við Liu þar sem heyra má áhorfenda kalla: „hann er kona“ ... skömm sé NCAA (National College Athletic Association):