Bretland: Ómögulegt að reikna út Covid-dauðsföll – 14 mismunandi leiðir til að skrá dánarorsök

frettinErlentLeave a Comment

Sérfræðingar við Oxford háskólann komust að því að lýðheilsu- og tölfræðistofnanir víðs vegar um Bretland notast við 14 mismunandi skilgreiningar til að skrá dauðsföll af völdum Covid.

Ómögulegt er því að ákvarða fjölda fólks sem hefur látist af völdum Covid í Bretlandi í heimsfaraldrinum vegna ósamræmdra skilgreininga á því hvað átt er við með dauðsföllum af völdum kórónuveirunnar.

Upplýsingum sem hafa fengist samkvæmt upplýsingalögum (FOI), var safnað saman í nýja skýrslu sem birt var á laugardag og sýnir að margir sem létust í fyrstu bylgjunni reyndust aldrei hafa fengið jákvæða niðurstöðu úr sýnatöku, sérstaklega eldra fólk sem lést á hjúkrunarheimilum.

Þess í stað var skráning á Covid dauðsföllum þeirra einfaldlega byggð á yfirlýsingu frá hjúkrunarheimilinu og vegna þess að kórónuveiran var útbreidd á þeim tíma.

Á sumum hjúkrunarheimilum var meira en helmingur Covid dauðsfalla skráður hjá einstaklingum sem ekki var með undirliggjandi sjúkdóma, nokkuð sem skýrsluhöfundar töldu ólíklegt hjá fólki sem þurfti að vera á dvalarheimili.

Höfundarnir benda einnig á að ólíklegt sé að Covid sýking ein og sér geti valdið dauða án annarra undirliggjandi þátta, t.d. sjúkdóma, eða sökum þess að sýkingin hafi leitt til banvænni sjúkdóma eins og lungnabólgu.

Í skýrslunni kom einnig fram að hjá sumum heilbrigðisstofnunum voru allt að 95 prósent dauðsfalla vegna Covid hjá fólki sem ekki mátti endurlífga (DNR).

Teymið sagði að þessi ruglingur þýddi að þeir gætu ekki aðskilið dauðsföll af völdum Covid frá dauðsföllum sem orsökuðust af öðrum ástæðum í tengslum við heimsfaraldurinn, og kallaði teymið eftir því að í framtíðar heimsfaraldri, færi fram ákveðinn fjöldi krufninga til að ákvarða raunverulega dánarorsök.

Dr. Tom Jefferson, CEBM (Center for Evidence Based Medicine) við Oxford háskóla sagði meðal annars að Hagstofa Bretlands (ONS) hafi ekki einu sinni staðlaða skilgreiningu á dauðsföllum. Við fundum 14 mismunandi leiðir til að skrá dánarorsök, sagði hann.

„Það eru nokkur dánarvottorð þar sem Covid er eina dánarorsökin og það er ekki sennilegt. Það verður að vera eitthvað eins og Covid-19 framkölluð lungnabólga.

Sóttvarnarstofnun Bandaríkjana fjarlægir þúsundir Covid-dauðsfalla

Fréttin sagði frá því í gær að Sóttvarnarstofnun Bandaríkjanna (CDC) hafi nýlega fjarlægt 24% af Covid-dauðsföllum barna og þúsundir annarra. Ekki fór mikið fyrir leiðréttingunni, einfaldlega hafði verið bætt við texta neðanmáls: „Gögn um dauðsföll hafa verið leiðrétt eftir lagfæringar á „kóðavillum.“ Leiðréttingin leiddi til lækkunar á fjölda dauðsfalla í öllum flokkum,“ segir CDC.

Heimild.

Skildu eftir skilaboð