Ívermektín gert aðgengilegra í New Hampshire – „umræðan pólitísk“ segir þingmaður

frettinErlent3 Comments

Þingið í New Hampshire í Bandaríkjunum hefur samþykkt frumvarp sem gerir ivermektín aðgengilegt í n.k. lausasölu, (e.standing order), þar sem lyfjafræðingum er heimilt að afgreiða lyfið án einstaklings lyfseðils frá heimilislækni.

Frumvarpið var samþykkt með naumum meirihluta atkvæða, 183-159.

Repúblikanar sem eru í meirihluti í þinginu sögðu að lyfið væri nú þegar selt með þessu hætti í nokkrum löndum og hefði verið notað sérstaklega við COVID-19.

Samkvæmt löggjöfinni munu lyfjafræðingar geta gefið út lyfseðil á staðnum.

Stuðningsmenn frumvarpsins fullyrtu að löggjöfin myndi leyfa heilbrigðisstarfsmönnum að afgreiða lyfið með öruggum hætti frekar en að sjúklingar kaupi og noti dýraútgáfu lyfsins.

Demókratar höfðu áður gagnrýnt löggjöfina.

„Samþykki um að auka aðgang að ivermektíni kom til vegna gagnrýni demókrata í nefndinni. „Ég held að löggjafinn ætti ekki að stunda læknisfræði, sem er í grundvallaratriðum það sem þetta er,“ sagði þingmaðurinn og demókratinn Gary Woods, læknir á eftirlaunum og fyrrverandi forseti félags lækna í New Hampshire.“

Rannsóknarstofnunin TrialSite hefur fylgst með rannsóknum á ivermektíni frá því í apríl 2020 þegar áströlsk rannsóknarstofa komst að því að lyfið réðist á SARS-CoV-2 í frumuræktun.

Þó að nokkrar lykilrannsóknir hafi ekki sýnt neinar niðurstöður eru rannsóknirnar fleiri sem hafa sýnt það, sem kann að gera málið ruglingslegt.

Samkvæmt vefsíðu sem hefur fylgst með 81 ivermektín rannsókn um allan heim sýna langflestar þeirra lofandi niðurstöðum.

53 af þessum rannsóknum frá 48 óháðum teymum í 22 löndum sýna tölfræðilega marktækar framfarir sjúklinga.

Samt hunsa heilbrigðisyfirvöld, ekki aðeins í Bandaríkjunum, heldur líka í flestum öðrum þróuðum ríkjum mikið af þessum gögnum og tilgreina hin ýmsu vandamál með rannsóknirnar, allt frá sjálfri framkvæmdinni til of lítillar úrtaksstærðar.

Leah Cushman, þingkona repúblikana, lýsti því yfir við blaðamenn á staðnum að með þessu fyrirkomulag munu læknar og hjúkrunarfræðingar geta gert lyfjafræðingum kleift að afgreiða lyf án einstaklings lyfseðla.

Fréttamaðurinn Adam Sexton hjá sjónvarpsstöðinni WMUR sagði að talsmenn löggjafarinnar um lausasölu lyfsins, haldi því fram að kostir ivermektíns séu óljósir sökum pólitískrar umræðu um lyfið.

Cushman bætt við „Vegna þessara pólitísku umræðu eru læknar hræddir við að ávísa lyfinu og apótek eru hrædd við að afgreiða þau,“ sagði Cushman.

Dr. Paul Marik hefur tekið virkan þátt í fyrirhugaðri löggjöf. Marik sem hefur veri talsmaður ivermektíns og snemmmeðferðar, er meðstofnandi Front Line COVID-19 Critical Care Alliance eða „FLCCC.“

Marik hefur hlotið viðurkenningar í New Hampshire og víðar fyrir baráttu sína.

Heimild.

3 Comments on “Ívermektín gert aðgengilegra í New Hampshire – „umræðan pólitísk“ segir þingmaður”

  1. Er mikill gigtarsjúklingur sem má ekki taka inn gigtarlyf vegna krónískrar nýrnabilunar. Hef því mikinn áhuga á Ivermektín því fyrst þegar ég heyrði það nefnt átti það að vera mjög gott fyrir gigt. Gigtarlæknir sem ég talaði við í síðustu viku sagðist aldrei hafa heyrt Ivermektín getið.

  2. Kæra María Henley. Ég læknaði sjálfan mig af gigt, sem ég hélt að væri búin að binda endi á minn starfsferil, sem sjómaður, með því að taka lýsi daglega. Árangurinn hefur verið ótrúlegur. Ég hef ekki einu sinni fengið flensu síðan. Ég held að Ivermectin sé, eitrið fyrir fólk eins og okkur, sem vitum betur. Þeir markaðsetja líka fyrir efasemdar fólkið. Þeir eru ekki heimskir.

  3. Kæra María. Ég treysti engum lyfjum lengur. Og heldur ekki læknum, sem öðlast alla sína menntun frá biljónamæringum, sem vilja fækka mannkyni.

Skildu eftir skilaboð