Rannsókn á hvarfi Madeleine McCann að ljúka – ólíklegt að nokkur verið ákærður í málinu

frettinErlentLeave a Comment

Lögreglan hefur rannsakað hvarf bresku stúlkunnar Madeleine McCannn í 11 ár og nú stendur til að ljúka rannsókninni. Útlit er fyrir að enginn verði ákærður í málinu.

Rannsóknin var sett af stað fjórum árum eftir að Madeleine hvarf árið 2007 á hóteli í Portúgal, í þeim tilgangi að vinna með öðrum rannsóknarsveitum í Evrópu.

Heimildarmaður sagði í samtali við The Sun: „Það eru engar áætlanir um að halda rannsókninni áfram. Ólíklegt þykir að sá sem helst liggur undir grun vegna hvarfs stúlkunnar verði ákærður.

„Lok rannsóknarinnar, Operation Grange, eins og hún er kölluð, er nú í sjónmáli. Gert er ráð fyrir að vinnunni ljúki í haust.

Ákvörðun um lok á rannsókn málsins hefur vakið upp spurningar þess efnis hvort sá grunaði í málinu verði ákærður fyrir hvarf stúlkunnar eða ekki.

Fjármunirnir sem ætlaðir voru í rannsóknina munu klárast í lok mars, þrátt fyrir að Cressida Dick, fyrrverandi yfirmaður lögreglunnar í bresku lögreglunni hafi sagt að aðgerðinni myndi aðeins ljúka þegar búið væri að rannsaka allt.

Undanfarin ár hefur stærð rannsóknarteymisins minnkað úr 40 lögreglumönnum í aðeins fjóra. Talið er að rannsóknin hafi kostað um 13 milljónir punda, undir forystu Mark Cranwell, yfirlögregluþjóns og hefur rannsókninni verið stýrt af þýskum og portúgölskum yfirvöldum.

Sá sem helst liggur undir grun heitir Christian Bruecker og er 45 ára Þjóðverji.

Þýskir saksóknarar segjast hafa „áþreifanleg“ sönnunargögn gegn honum en hann afplánar nú fangelsisdóm fyrir nauðgun á bandarískri konu árið 2005.

Grunurinn beindist að Brueckner eftir að símagögn sýndu hann hafa verið á portúgalska hótelgarðinum, Praia da Luz, kvöldið sem Madeleine hvarf.

Brueckner aftur á móti, neitar allri sök og hefur sakað saksóknarana um að setja fram hneykslanlegar ásakanir á hendur sér og sagði þær valda þýska réttarkerfinu mikla skömm.

Foreldrar Madeleine, Kate og Gerry McCann, hafa heitið því að þeir muni aldrei hætta að leita að dóttur sinni og svo gæti farið að sjóður sem stofnaður var til að leita hennar, Madeleine's Fund: Leave No Stone Unturned - sem í eru 900.000 pund verði nýttur til áframhaldandi rannsóknar. Þó eru engin áform um að halda rannsókninni áfram eins og er.

Heimild.

Skildu eftir skilaboð