Komdu jafnvægi á blóðsykurinn

frettinLífið, PistlarLeave a Comment

Eftir Guðrúnu Bergmann:

KOMDU JAFNVÆGI Á BLÓÐSYKURINN

Á vissan hátt má segja að blóðsykurinn í líkama okkar gangi í öldum. Ef við hugsum okkur nokkurs konar miðlínu, rís blóðsykurinn í jöfnum öldum upp fyrir hana og síðan niður fyrir hana þegar sykurmagn í blóði minnkar. Ef allt er í  jafnvægi speglast öldurnar, það er að segja þær eru jafn stórar ofan og neðan við línuna.

Þegar blóðsykurinn er hins vegar í ójafnvægi, rísa öldurnar mjög hátt yfir miðlínuna og hrapa svo niður, langt undir miðlínuna þegar blóðsykurfall verður og það tekur langan tíma að koma jafnvægi á blóðsykurinn á ný. Blóðsykurfallinu fylgir þreyta, svefndrungi, einbeitingarskortur og stundum líka svimi við snöggar hreyfingar.

Þá grípa margir til kaffibolla eða sælgætis til að ná blóðsykrinum upp aftur. Við það hefst óæskilegt hringferli, sem oft er erfitt að rjúfa.

MATARÆÐI HEFUR ÁHRIF Á BLÓÐSYKURINN

Þegar hætt er að neyta sælgætis og ýmissa annarra fæðutegunda, sem valda ójafnvæginu kemst yfirleitt jafnvægi á blóðsykurinn á ný, þótt það taki stundum nokkurn tíma að nást. Oft er það samsetning fæðunnar sem hefur áhrif á blóðsykurinn og ekki má gleyma að flest kolvetni umbreytast í glúkósa í líkamanum, svo brauð og kökur geta því átt sök í blóðsykurfallinu.

Mér finnst alltaf áhugavert að sitja fundi, þar sem boðið er upp á hádegis- eða kaffihlaðborð. Um það bil hálftíma eftir máltíðina er um helmingur fundarmanna dottandi, vegna þess að þeir eru í blóðsykurfalli.

Þótt mataræði sé breytt til að koma jafnvægi á blóðsykurinn, þurfa sumir á aukalegum stuðningi að halda meðan kerfið er að komast í jafnvægi upp á nýtt. Þá er gott að geta gripið til bætiefnis sem stuðlar að jafnvægi á blóðsykrinum.

VANADYL SULFATE

Eitt af þeim bætiefnum sem stuðla að jöfnum flutningi á glúkósa um líkamann er Vanadyl Sulfate. Íþróttamenn hafa lengi notað það sem hluta af þeim bætiefnum sem þeir taka inn, þar sem jafnvægi á blóðsykrinum er mikilvægt fyrir úthald og æfingaþol, auk þess sem Vanadyl Sulfate stuðlar að uppbyggingu vöðva.

Vanadyl Sulfate er unnið úr snefilefninu eða steinefninu vanadium, sem nefnt er eftir Vanadís[i], hinni norrænu gyðju fegurðar.

Vanadium eða Vanadyl Sulfate er mikilvægt fyrir allan vöxt og þroska. Það getur stuðlað að efnaskiptum glúkósa með insúlínlíkum áhrifum sínum í lifur, í vöðvum og fituvef, þar sem það vikjar flutning glúkósa til frumnanna.

Vanadium[ii] er notað til að meðhöndla sykursýki eða forstig sykursýki, þegar blóðsykurinn er orðinn of hár. Þar sem Vanadium eða Vanadyl Sulfate hefur jafnvægisstillandi áhrif er það einnig notað við of lágum blóðsykri, of lágu kólesteróli, hjartasjúkdómum, berklum, blóðleysi og vökvasöfnun í líkama.

Lyftingamenn nota Vanadyl Sulfate gjarnan, vegna góðra áhrifa á vöðvana þar sem það eykur næringarupptöku í vöðvum og heldur jafnvægi á blóðsykrinum. Einnig er talað um að Vanadyl Sulfate stuðli að háræðaþéttni, þegar blóð streymir til vöðvanna, en umfram birgðir af vanadium eru geymdar í beinum[iii] líkamans.

Neytendaupplýsingar: Vanadyl fæst í Mamma veit best í Kópavoginum og í verslun þeirra á Njálsgötu 1 í Reykjvík.

Ef þér fannst þessi grein áhugaverð, deildu henni þá endilega með öðrum.

Næsta HREINT MATARÆÐI námskeið, sem meðal annars kemur jafnvægi á blóðsykur líkamans, hefst 10. mars.

Mynd: CanStockPhoto / skyfotostock

[i] https://www.webmd.com/vitamins/ai/ingredientmono-749/vanadium

[ii] https://www.rxlist.com/vanadium/supplements.htm

[iii] https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/24470091/

Greinin birtist fyrst á gudrunbergmann.is

Skildu eftir skilaboð