Evrópuþingmaður: „Herra Trudeau, vinsamlegast hlífðu okkur við nærveru þinni“

frettinErlentLeave a Comment

Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada fékk aldeilis gusuna yfir sig í vikunni frá evrópskum þingmönnum í ESB-þinginu, þar sem hann var staddur sem gestur.

Evrópuþingmaðurinn Mislav Kolakušic frá Króatíu kallaði Trudeau einræðisherra, sagði hann stunda einræði af verstu gerð; hann hafi t.d. látið loka bankreikningum einstæðra foreldra og bókstaflega látið hesta traðka á konum. Þarna var Kolakušic að vísa til Frelsislestarinnar í Ottawa og mótmælanna í kringum hana.

Þá steig í ræðustól Evrópuþingmaðurinn Christine Anderson frá Þýskalandi og sagði Trudeau vera til skammar fyrr hvaða lýðræði sem er.

„Herra Trudeau, þú ert til skammar fyrir hvaða lýðræði sem er,“ sagði hún. „Vinsamlegast hlífðu okkur við nærveru þinni.“

„Byggt á lagagrein 195, vil ég benda á að það hefði verið viðeigandi fyrir herra Trudeau, forsætisráðherra Kanada, að ávarpa þetta þing samkvæmt grein 144,“ sagði hún.

„Grein sem var sérstaklega sett til að rökræða mannréttindabrot, lýðræðið og réttarríkið sem er greinilega málið með herra Trudeau.“

Fleiri evrópuþingmenn létu forsætisráðherrann heyra það og þegar Trudeau sjálfur hélt ræðu sína, fór meirihluta þingmanna úr sætum sínum.

Hún hellti sér yfir Trudeau og sakaði hann um að traðka á grundvallarréttindum og ofsækja borgara sem væru á móti honum.

Hér er ræða þingkonunnar:

Skildu eftir skilaboð