Eftir Ernu Ýri Öldudóttur (greinin er lausleg þýðing á grein eftir óþekktan höfund sem birtist á substack þann 23. mars 2022):
Hefur Rússland framkvæmt útsmognustu áætlun 21. aldarinnar?
Á miðvikudag í vikunni sem leið, gaf forseti Rússlands, Vladimír Pútín út að framvegis yrði krafist greiðslu í rúblum frá „óvinveittum viðskiptalöndum.“ Þann lista prýða m.a. Bandaríkin og Evrópusambandsríki. Yfirlýsingin er reyndar mun stærri vending en gefið hefur verið í skyn fram að þessu. Rússneskt gas er 40% af heildarneyslu Evrópu, sem flytur inn gas að andvirði 800 milljónir evra daglega, eftir miklar verðhækkanir nýlega.
Þessi yfirlýsing út af fyrir sig ætti að fá hárin til að rísa á evrópskum kaupendum. Pútín virðist hafa gefið í, til að reyna á nýfengna, margrómaða samstöðu Evrópusambandsríkjanna. En mun honum takast að veikja ráðstafanir Vesturveldanna um leið og efnahagslegur róður þyngist í Moskvu?
Samsæri
Gæti þetta á hinn bóginn verið vísbending um að hlutirnir séu einmitt ekki að ganga eins og Pútín hafði vonast eftir? Ekki til að brjóta niður refsiaðgerðirnar, heldur til að rifta samskiptum Rússlands og Vesturlanda til frambúðar. Reyndar eru margar vísbendingar um að það hafi verið ætlunin, jafnvel áður en að hin „sérstaka hernaðaraðgerð“ hófst í Úkraínu.
Þegar litið er í baksýnisspegilinn, þá er nánast útilokað að frysting erlendra eigna Rússneska seðlabankans hafi komið Moskvu í opna skjöldu. Seðlabankastjóri Rússlands, Elvira Niabullina, er þekkt fyrir eitthvað annað en klaufaskap og byrjendamistök, en hún hlaut titilinn „seðlabankamaður ársins 2015“ hjá tímaritinu Euromoney.
Til að gera málið enn ruglingslegra, þá hafði Rússneski seðlabankinn keypt meira af bandarískum ríkisverðbréfum, síðast í nóvember 2021, sem gefur í skyn að Moskva hafi verið tilbúin að fórna þeim. Fáir í Rússlandi þora að vona að sjá þessa fjármuni aftur lengi eftir að stríðinu lýkur, enda verður það að teljast ólíklegt miðað við háreystina í Evrópusambandinu.
Í Moskvu virðast menn hafa lagt af stað fullir sjálfstrausts um að geta mildað hrun rúblunnar, vitandi að þeir gætu sótt í varagjaldeyrissjóði erlendis, að sögn með aðstoð Kína í gegnum flókin fjármálakerfi. Refsiaðgerðirnar gætu farið að dofna um leið og Rússland endurreisir viðskiptaafganginn, með orkuútflutningi sem stöðugt færir þeim beinharða peninga.
Maður spyr sig, hvernig getur Pútín réttlætt þessa fordæmalausu ákvörðun - að heimta greiðslur með rúblum í stað evra/dollara - sem hann veit að mun valda hamförum á vestrænum mörkuðum?
Hann einfaldlega varð að ögra Vesturlöndum til að grípa til harðra refsiaðgerða sem yllu heiminum alvarlegu tjóni. Án þess að valda þessu sálfræðilega áfalli, hefði Pútín ekki tekist að sannfæra ákveðin landssvæði um að fylgja sér að málum, en akkúrat það gerðist þegar G-7 ríkin frystu 300 milljarða af varasjóðum Rússlands erlendis. Mennirnir bregðast aðeins við bitrum raunveruleika, og stjórnmálamenn eru þar engin undantekning. Svo virðist sem skilaboðin hafi komist í gegn:
• Erdogan sagði nýlega við Pútín að hann muni leyfa viðskipti í yuan, rúblum og gulli.
• Indland mun halda áfram viðskiptum við Rússland með því að nota rúpíu-rúblu viðskiptakerfi sem gæti verið tilbúið í næstu viku þar sem yuan er notað sem viðmiðunargjaldmiðill
• Sádí-Arabía er skv. fréttum að íhuga að skipta yfir í verðlagningu með yuan á olíuútflutningi sínum til Kína
• Rússneskir bankar leyfa nú viðskiptavinum sínum að opna sparifjárreikninga í kínversku yuan og eru með áætlun um að gefa út sammerkt Mir--UnionPay greiðslukort eftir að Visa og Mastercard hættu starfsemi í Rússlandi
• Moskva og Tehran eru að þróa kerfi í stað SWIFT
• Evrópsk-Asíska efnahagsbandalagið (EAEU) og Kína ákváðu að hanna og setja af stað verkefni um sjálfstætt peninga- og fjármálakerfi
Haft er eftir formanni fjárlaganefndar Dúmunnar Pavel Zavalny:
-„Rússland getur selt orku til „óvinveittra ríkja“ fyrir þjóðargjaldmiðilinn sinn (rússneskar rúblur) og gull.
Á meðan mega „vinveitt ríki“ greiða með sínum eigin þjóðargjaldmiðlum (yuan, líra, dínar) og BTC (bitcoin).”
Allmörg ríki hafa ekki miklar mætur á svokölluðum vestrænum lýðræðisgildum, þó svo að Tyrkland og ríkin við Persaflóa, en kannski síður Indland, séu bandamenn Bandaríkjanna á yfirborðinu. Þessi ríki voru fljót að átta sig á því að eignir þeirra í dollurum gætu verið notaðar gegn þeim um leið og hagsmunir þeirra fara ekki lengur saman. Í áraraðir hefur verið rætt um að draga úr vægi dollarans en ekkert hefur verið gert. Frumhlaup Pútíns varð til þess að opna Pandóruboxið sem ýmsir vildu en enginn þorði að opna, sem olli þungri skriðu atburða á svipstundu.
Stóra áætlunin
Á þennan hátt framkallaði hann á árangursríkan hátt „nauðsynlegt sjokk“. Yfirmarkmiðið hefur ávallt verið að velta ofurvaldi dollarans, sem hefur þann eina hvata að vera studdur af öruggum verðbréfum í dollurum, olíuútflutningi og bandaríska sjóhernum. Allt hrundi á einni nóttu. Til að vera sanngjarn, þá hefur rúblan öll einkenni heimsklassa gjaldmiðils, hún er traust og með fjölmarga sjálfstæða styrkleika. Hún styðst við olíu, gas og fjölda útflutningsvara. Mest um vert þó, Rússneski seðlabankinn þarf ekki að nota magnbundna slökun (QE) og mun síður flytja verðbólguna út til annarra landa, eins og Seðlabanki Bandaríkjanna (FED).
Til viðbótar virðist rússneski sjóherinn geta tryggt öryggi á rússnesku miðunum á meðan rússneskir kafbátar geta sniglast í kringum bresku strandlengjuna og rússneski sjóherinn hefur náð yfirráðum á Svarta hafi og á Norðurslóðum. Þetta þýðir að Rússland gæti tryggt skipasendingar á varningi til Asíu, Bandaríkjanna og Evrópu, ásamt því að nota innviði Belti og brautar til vara. Að lokum, bara stærð kjarnorkuvopnabúrs Rússlands, hins stærsta í heimi, gerir það erfitt að kúga Kreml til að gera eitthvað sem vilji þeirra stendur ekki til.
Nú þegar eignir í Bandaríkjadollurum virðast ei lengur vera öruggar, gæti það þýtt það að dollarinn hafi færri hvata en rúblan til að vera lögeyrir alþjóðlegra viðskipta. Gjaldmiðlar ríkja eru bara pappírssnifsi eða rafrænir bitar í forriti, tilskipanir stofnana sem hafa ekkert virði utan þess trausts sem borið er til þeirra. Menn gætu því viljað verða sér úti um rúblur sem fyrst, þó ekki væri nema til að dreifa áhættu og verjast áföllum á fjármálamörkuðum. Enginn veit hvernig heimur án sterks viðmiðunar- og viðskiptagjaldmiðils gæti litið út. Pútín hefur ef til vill neytt okkur inn á óþekktar lendur, og hægt væri að draga þá ályktun, að hann hafi leikið meistaraflokk í valdapólitík með því að stokka upp heimsskipulagið á eigin spýtur.
4 Comments on “Skaut Pútín Vesturlöndum ref fyrir rass?”
—————Maður spyr sig, hvernig getur Pútín réttlætt þessa fordæmalausu ákvörðun – að heimta greiðslur með rúblum í stað evra/dollara – sem hann veit að mun valda hamförum á vestrænum mörkuðum?
Er ekki einmitt eðlilegt að Pútin taki þessa fordæmalausu ákvörðun í ljósi þess að vestræn ríki hafa sett viðskiptabann á Rússland á eins víðtækan hátt og þeim er mögulegt. Og.. allir vita að USA bera ábyrgð á undirbúningi og framkvæmd valdaránsins í Ukrainu 2014 sem og inngöngu í NATO, sem er ekkert annað en hernaðarmiðstöð BNA. Hvernig var búist við að Pútin myndi bregðast við?
—————Frumhlaup Pútíns varð til þess að opna Pandóruboxið sem ýmsir vildu en enginn þorði að opna, sem olli þungri skriðu atburða á svipstundu. ——- Hvaða ´frumhlaup´?
Það var ekki skyndi ákvörðun hjá honum að fara inn í Úkraínu. Held að hann sé mörgum leikjum á undan vitleysingum þeim sem fara með mál vesturlanda í augnablikinu. Hann sá t.d. allar þessar viðskipta þvinganir fyrir. Þegar mcdonalds fór úr landi var M inu snúið við og staðirnir heita núna widania. Lokuðu ekki einu sinni í einn dag margir hverjir. Held að raunverulegt skotmark Pútíns sé dollarin og Úkraína er bara partur af planinu. Þetta verður forvitnilegt að fylgjast með. Bandaríkin orðin að athlægi, ráðamenn hættir að svara Biden þegar hann hringir. Enginn ástæða að spjalla við brúðu sem engu stjórnar. Larry Fink er frekar maðurinn sem talað er við.
Smá leiðrétting. “Allmörg ríki hafa ekki miklar mætur á svokölluðum vestrænum lýðræðisgildum”. Þetta er vitanlega ekki rétt. Það eru valdhafar einræðisríkja sem ekki miklar mætur á “svokölluðum” vestrænum lýðræðisgildum, ekki ríkin sjálf og þegnar þess.
Rússland, N. Kórea, Sýrland, Íran, Venezúela og Hvítarússland, eiga það sameiginlegt að vera ekki í náðinni hjá vesturlöndum, vegna brota á ýmsum gildum að þeirra mati og Kína dansar línudans og hefur komist upp með það vegna stærðar sinnar. Leiðtogar Írak og Líbíu ögruðu vesturlöndum og við vitum öll hvernig fór fyrir þeim. Næstu stríð eru USA/Íran og Kína/Taiwan sem getur, ekki síður en Rússland/Úkraína leitt til wwIII.
The Schiller Institute, eru með petition í gangi fyrir ráðstefnu þar sem þessi mál yrðu rædd á alþjóðlegri ráðstefnu:
„Convoke an International Conference to Establish A New Security and Development Architecture for All Nations.
In light of the escalating Ukraine crisis, people around the world are urgently asking themselves and their political leaders where this will all end. Is this heading towards a very big, perhaps even thermonuclear, global confrontation? Are we facing a reverse, more dangerous Cuban Missile Crisis? Will Mankind even survive?
Behind this very real danger of war, and the cause of that danger, is the blowout of the entire trans-Atlantic financial system. A nearly $2 quadrillion speculative bubble of derivatives and debt is already blowing apart. A hyperinflationary process has been unleashed globally, with an accompanying collapse of the physical economies of the Western nations. The City of London and Wall Street, the owners of that bankrupt system, are desperate to destroy any functioning alternative to their system — such as Russia and China’s alliance around the Belt and Road Initiative, which now incorporates nearly 150 nations — and the financial Establishment has openly stated that this is what is at stake.
So has Vladimir Putin, who has correctly said that the U.S./U.K./NATO relentless expansion eastward up to Russia’s very borders, is driven by this economic policy, and that it threatens Russia’s national security in ways Russia cannot accept.
Therefore, to stop the drive to war, it is necessary to adopt a more fundamental approach, which is to establish an entirely New Paradigm that will ensure the security, and the economic development, of every nation on the planet. The only recent precedent for this in the West, is the 1648 Treaty of Westphalia, which put an end to 150 years of religious wars in Europe. It was crafted only at the point that all parties realized that, if they continued on their current path, there would be no winners and very few survivors. They chose to create a New Paradigm based on the defense of the interest of the other, and on the premise that the security of all was the first requirement for the security of each party.
That is the key lesson of the Treaty of Westphalia for today. The world today stands at a similar crossroads. If the current geopolitical policies continue, nuclear war becomes a very real possibility — after which there would be no winners, and most probably no survivors.
Instead, an international conference must immediately be convoked along the lines of the Peace of Westphalia. The fundamental interest of all of the parties is to ensure that the central economic and security interests of each are taken care of — in other words, an order based on the benefit of the other, on the common good or the General Welfare, and on an underlying love of all Mankind.
The economic system must also be drastically reshaped to express this outlook. The renowned American economist Lyndon LaRouche specified in great detail how such a system would work, based on what he called his Four Laws:
The immediate re-enactment of the Glass–Steagall law instituted by U.S. President Franklin D. Roosevelt, without modification, as to principle of action. This means putting the entire speculative financial bubble through bankruptcy reorganization.
A return to a system of top-down, and thoroughly defined, National Banking, as specified by the U.S. first Treasury Secretary, Alexander Hamilton.
The purpose of the use of such a Federal credit-system is to generate high-productivity trends in improvements of employment; with the accompanying intention, to increase the physical-economic productivity, and the standard of living, of the persons and households.
Adopt a fusion-driver ‘crash program’ to promote the fundamental breakthroughs in science which unlimited economic growth and development require.
The Schiller Institute and its founder Helga Zepp-LaRouche issue this call to initiate the urgent international discussion that is needed to convoke such a conference, and stop the so-called “Doomsday Clock” before it strikes midnight. It is time for institutions and individuals from every nation to step forward and join the mobilization for an international conference to establish a new security and development architecture for all nations.“