Sérstök umræða fór fram á Alþingi í dag um umhverfi fjölmiðla. Málshefjandi var Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, og Lilja Alfreðsdóttir, ráðherra fjölmiðlamála, var til andsvara.
Arnar Þór Jónsson, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagðist vilja láta ráðherra úr ríkisstjórninni skipa nefnd til að fara yfir það sem telur að hafi farið úrskeiðis í fjölmiðlun á tímum faraldursins og að nefndin skoði það sem hann segir vera samkrull valdhafa og fjölmiðla á tímabilinu.
Arnar Þór sagði fjölmiðla gegna því hlutverki að veita þeim sem fara með pólitískt og efnahagslegt vald aðhald, sem vær gert í þágu almennings. „Hlutverk fjölmiðla er ekki að veita almenningi aðhald í þágu valdhafa. Ég tel að á tímum kórónuveirunnar hafi þetta samhengi riðlast. Ég hef áhyggjur af því að hér hafi verið farið í áróðursherferð í nafni gagnrýnnar hugsunar sem að mörgu leyti hefur grafið undan gagnrýnni hugsun, þegar fólki er sagt hverju það eigi að trúa og hverju ekki. Og margt af því sem hefur verið sagt á undanförnum tveimur árum hefur komið í ljós að ekki var rétt.“
Síðan sagðist Arnar Þór vilja upplýsa um að hann hefði á þingflokksfundi Sjálfstæðisflokksins í dag lagt til að það yrði lögð fram þingsályktunartillaga, sem Arnar Þór býðst til að skrifa, og til að ráðherra skipi nefnd „til að fara yfir það sem hér hefur farið úrskeiðis í fjölmiðlun og samkrulli valdhafa og fjölmiðla á síðustu tveimur árum.“
Í upphafi ræðu sinnar sagðist Arnar Þór finna samhljóm í umræðunum að dagar Ríkisútvarpsins í núverandi mynd færu að styttast og skapaði þannig rými fyrir frjálsa fjölmiðla.
7 Comments on “Arnar Þór vill láta láta rannsaka „samkrull fjölmiðla og valdhafa“ í faraldrinum”
Eini maðurinn sem ég treysti á alþingi í dag. Og einn af fáum sem ég treysti 100% á Íslandi.
Arnar, thank you for existing. You are the only force and authority that will lead Iceland to just prosperity. Help our children go to school to be educated, not to be ideologically indoctrinated. Help us get rid of the neoliberal baboons that are leading us to total destruction. You will not be just a leader, you will be a saint, amen.
Glæsilegt.
Sérstaklega þarf að rannsaka þátttöku RUV í samstarfi EBU um samræmdan ‘sannleika á rauntíma’ í svokölluðu ‘Trusted News Initiative’ sem komið var á af evrópskum rikísmiðlum undir forystu BBC & einkamiðlum & samfélagsmiðlum. Hvernig var staðið að ákvörðun um þátttöku, hver var fulltrúi RUV & var þetta gert með samþykki ráðherra & Alþingis?
Frabært framlag Hjá Arnari alveg hreint, Hann nætti líka benda á að það sam krull fjölmiðla íslands við BBC og aðra miðla því ég man ekki til þess að við íslemdingar höfðum samþikt að tala einu máli samam í fjölmiðlum og segja eingöngu sömu sögunna í rauntíma sem hefur verið raunin síðustu 2 ár sem þíðir að okkar miðlar eru í raun ekki frjálsir!!!.
Þessi maður á að vera forsætisráðherra í staðinn fyrir þennan gagnslausa dósamat sem situr þarna í dag.
Frabært framlag Hjá Arnari…..Mér sýnist að hann og Sigmundur Davíð séu einu mennirnir sem mér sýnist að hækt sé að treysta á Alþíngi í dag….