Bankaskjal sýnir 100 þúsund dollara millifærslu til Hunter Biden frá kínversku orkufyrirtæki

frettinErlentLeave a Comment

Bandarísku öldungardeildarþingmennirnir Chuck Grassley og Ron Johnson hafa opinberað fjárhagsskjöl sem sýna hvernig einn armur kínverska kommúnistaflokksins millifærði 100 þúsund dollara til Hunter Biden, sonar Biden Bandaríkjaforseta.

Í ræðu í öldungadeildinni á mánudagskvöld vísaði Grassley í bankaskjal frá Wells Fargo, dagsett 4. ágúst 2017, sem sýnir 100 þúsund dollara millifærslu frá kínversku orkusamsteypunni CEFC og inn á bankareikning sem Hunter Biden stýrði.

„Nú er enginn milliliður í þessum viðskiptum. Þetta eru 100 þúsund dollarar frá því sem í raun er armur kínverska kommúnistaflokksins, beint til Hunter Biden,“ sagði Grassley í dómsmálanefnd öldungadeildarinnar. „Þið frjálslyndu fjölmiðlar og kollegar mínir í Demókrataflokknum: Er þetta opinbera bankaskjal „rússnesk upplýsingaóreiða?“

Þingmennirnir Grassley og Johnson hafa rannsakað fjármálaviðskipti Hunter Biden frá því fyrir forsetakosningarnar. Þeir greindu áður frá því að Hunter Biden væri flæktur í viðskiptasamninga við ólígarka í kínverska kommúnistaflokkinum, þar á meðal Gongwen Dong og Mervyn Yan.

Þingmennirnir sögðu upplýsingarnar um fjármál Hunter Biden koma úr gögnum stjórnvalda allt frá forsetatíð Obama og einnig úr hljóðrituðum viðtölum embættismanna.

Repúblikanarnir tveir sögðu að fleiri opinberanir myndu gera grein fyrir frekari tengslum milli Biden fjölskyldunnar og kommúnistastjórnarirnar í Kína.

Heimild.

Skildu eftir skilaboð