Vinstri menn benda gjarnan á að Morgunblaðið undir ritstjórn Davíðs Oddssonar sé í taumi sægreifa, dilli rófu og gelti þegar sigað. Það er alkunna að Mogginn ver hagsmuni sjávarútvegs vítt og breitt um landið. Mogginn tekur málstað eigenda sinna, líkt og Fréttablaðið, Hringbraut, DV, Stöð 2, visir.is og rest. Það er líka alkunna að alþjóðlegir fjölmiðlar eru í eigu billjónera. Þeir verja hagsmuni billjónera af miklum ákafa. Alþjóðlega fréttaveitan Reuters fæðir fréttastofur um allan heim. Reuters er í taumi lyfjarisans Pfizer.
C. Smith stjórnarformaður og fyrrum forstjóri Reuters er meðal stærstu hluthafa Pfizer sem framleiðir vaksín sem sprautað er í fólk að áeggjan fjölmiðla í skjóli leynisamnings við íslensk stjórnvöld. Pfizer þarf ekki að svara fyrir dómstólum um afleiðingar vaksína sinna. Rebekka Sváfnisdóttir og 2.700 konur í facebókhóp fá ekki áheyrn hjá ráðakonum í ríkisstjórn, landlækni né lyfjastofnun. Hve nöturlegt er það: Konur hlusta ekki á konur sem glímt hafa við alvarlegar aukaverkanir vaksína. Þjáningar þeirra eru þaggaðar af fjölmiðlum. Pfizer þarf hvorki að sæta ábyrgð né greiðslu skaðabóta.
J.C. SMITH PFIZER & REUTERS
Að sögn fréttaveitunnar National Pulse sem hvorki þiggur styrki lyfjarisa né risafirma, var J.C. Smith kjörinn í stjórn og nefndir Pfizer 2014. Hann er formaður Thomson Reuters Foundation. J.C. Smith gekk til liðs við Reuters 1987, forstjóri 2012 - 2020 að hann hélt til verka í Ameríku.
Alþjóðlegir fjölmiðlar AP, CNN, MSNBC, ABC, Sky, Washinton Post, New York Times, hin franska AFP, þýski Spiegel og rest verja hagsmuni eigenda sína í gegn um flókin tengsl fjárfestingafélaga BlackRock, Vanguard, First Street og rest í eigu billjónera sem þjóna prenturum heimsins með einkarétt á prentun dollars. Svakalegasta svikamylla sögunnar. Vesturlönd eru í taumi eigenda, dilla rófu og gelta þegar sigað.
RÍKISMIÐLAR STÆRSTA FJÖLMIÐLASAMSTEYPA VERALDAR
Stærsta fjölmiðlasamsteypa veraldar eru ríkismiðlar BBC, RÚV, ADR, DR, NRK, SVT og rest allir í taumi ríkisvalds, dilla rófu ákafast og gelta grimmast. Forgangs til starfa á RÚV njóta þeir sem þjóna ríkisvaldi og flokkum sem boða ríkisrekstur. Þar innandyra ríkir ein ríkisskoðun að hætti Marteins Mosdals. Á RÚV starfa ekki fréttamenn, heldur pólitískir handverksmenn ríkisvalds sem allt mylur undir sig svo landið stefnir hraðbyri að sósíalísku ríki í glóbalízkri veröld þar sem völd og auður billjónera eru tryggð undir alræði. Ríkissjóður miðlar mútufé kallað styrkir til fátækra fjölmiðla, en þó aðeins þeirra sem uppfylla skilyrði ríksins. Þeir eru skilgreindir ‘framvarðasveit‘ yfirvalda í covid og boða rétta ríkisskoðun.
Nú er verið að sameina Blaðamannafélag Íslands og Félag fréttamanna. Reuters, AP, CNN BBC og Facebook eru helstu uppsprettur frétta nútímamiðla. Bloggarinn Páll Vilhjálmsson bendir á að nútíma upplýsingasamfélag geri blaðmenn óþarfa: „Einu sinni svöruðu blaðamenn spurningunni, er þetta frétt?“ Ef já, þá varð úr frétt í fjölmiðli. Ef nei, þá engin frétt. Til að eitthvað yrði að frétt þurfti heimild. Sérgrein blaðamanna var heimildarýni, skrifar Páll. Heimildavinna blaðamanna er svipur hjá sjón.
HEILAÞVEGNIR BLAÐAMENN HEILAÞVO FÓLKIÐ
Ríkismiðlar Evrópu, EBU eru í samstarfi um ‘fréttir á rauntíma‘ undir forystu BBC. Þeir kalla það Trusted News Initiative [TNI] samstarf EBU, BBC, CNN, MSNBC, Guardian, Washington Post, Facebook, Twitter og rest. Blaðamenn okkar tíðar þýða Reuters, AP, endursýna CNN og BBC. Þeir flytja sömu frétt á sama tíma. Á tímum glóbalizma streyma erlendar og innlendar fréttir um einn farveg og verða að stórfljóti þar sem heilaþvegnir ‘blaðamenn‘ heilaþvo almenning á Vesturlöndum.
Morgunblaðið sem 20. öld stóð vakt frelsis hefur yfirgefið varðstöðuna og skipað sér í framvarðasveitina. Meðfylgjandi áróðursfrétt BBC var fyrsta frétt mbl.is í morgun. Sorglegt dæmi um skort á gagnrýnni hugsun og hlutlægni. Pólitískur handverksmaður BBC að nafni Francis Scarr kveðst hafa greint áróður rússneskra fjölmiðla. Það er kallað BBC monitoring. Ég þekki ekki rússneska fjölmiðla og get ekki um dæmt. Sjálfsagt er sami áróður í Rússlandi og Vesturlöndum. Hið skondna er að Scarr lýsir vinnubrögðum TNI undir forystu BBC á Vesturlöndum.
Við sætum áróðri ríkjandi valds í Ameríku, Evrópu og Rússlandi. Þegar sigað dilla falsmiðlar rófu og urra.
Meðfylgjandi er fréttin á Mbl.