Fékk dæmdar 60 þúsund kr. bætur fyrir frelsisskerðingu í sóttkví – krafist var einnar milljón kr.

frettinInnlendarLeave a Comment

Íslenska rík­ið þarf að greið konu sex­tíu þúsund krón­ur auk vaxta í miskabæt­ur vegna dval­ar í sótt­varna­húsi þar sem hún var látin dvelja í tvo sól­ar­hringa þrátt fyrir mótmæli og að eiga kost á heima­sótt­kví. Þótti það fela í sér ólög­mæta frels­is­skerðingu. Stefnandi gerði kröfu um eina milljóna króna í bætur.

Kon­an er bú­sett á Íslandi en er pólskur ríkisborgari. Við komuna til Íslands frá Póllandi í apríl á síðasta ári var hún færð í sótt­varna­húsið að Þór­unn­ar­túni gegn vilja sínum. Konan var búin að gera ráð fyr­ir því að vera í heima­sótt­kví, sem var leyft á þessum tíma fyrir þá sem áttu möguleika á að vera í heimahúsi.

Konan var sótt­varna­hús­inu, þrátt fyr­ir mót­mæli, í tvo sól­ar­hringa, eða þar til málið var tekið fyr­ir í héraðsdómi. Niðurstaða dómara var sú að hún hafi átt rétt á því að vera í sóttkví í heimahúsi, kysi hún svo.

Frelsisskerðing

Hún fékk 30 þúsund krón­ur í bæt­ur fyr­ir ólög­lega frels­is­skerðingu en höfðaði þetta mál þar sem henni þótti bæturnar ekki nægilegar. Málið var byggt á því að þessi aðgerð sótt­varna­yf­ir­valda hafi brotið í bága við stjórn­ar­skrá með því að láta hana sæta ómannúðlegri og van­v­irðandi meðferð.

Í dómi héraðsdóms var ekki fall­ist á að dvölin í sótt­varna­húsi væri ómannúðleg og van­v­irðandi en ljóst er að dvöl í sóttvarnarhúsinu fæli í sér meiri frels­is­skerðingu en heimasóttkví.

Kon­an fékk gjaf­sókn í mál­inu og þarf því ekki að greiða lög­manns­kostnað. Gjafsóknarkostnaður stefnanda greiðist úr ríkissjóði, þar með talin þóknun lögmanns hennar, Svavars Daðasonar, sem þykir hæfilega ákveðin 800.000 krónur, segir í dómsorði.

Skildu eftir skilaboð