Frelsi til sölu: 30 þúsund krónur á dag

frettinPistlarLeave a Comment

Geir Ágústsson skrifar:

Samkvæmt nýlegum dómi á Íslandi getur ríkisvaldið svipt þig frelsi og lokað þig inni í litlu herbergi án lagastoðar gegn því að borga þér 30 þúsund krónur á sólarhring.

Það er kostnaður ríkisins við að taka þig úr umferð og loka þig inni. Ekki þarf lagastoð til að henda þér í litla holu. Nei, gegn því að greiða 30 þúsund krónur geta yfirvöld tekið þig af götunni og fleygt þér á bak við læstar dyr.

Er það ekki magnað?

Og svo látum við ennþá eins og það sé stjórnarskrá í gildi sem ver almenning gegn ofríki hins opinbera. Miklu betra kerfi en tími einráðra konunga, ekki satt? Réttarríkið! Lög og regla! Lýðræði! Dómstólar! Þrískipt ríkisvald!

Nema þegar yfirvöld vilja frekar reiða af hendi 30 þúsund krónur en að þú ráfir um göturnar eða eigið heimili.

Þegar yfirvöld blása í næsta hræðsluáróður verður gott fyrir yfirvöld að vita af 30 þúsund króna reglunni því það er hætt við að fleiri landsmenn gerist óþekkir en undanfarin tvö ár.

Skildu eftir skilaboð