“Stóri bróðir” brýnir klærnar í Noregi og Bretlandi

frettinKristín Inga Þormar, PistlarLeave a Comment

Eftir Kristínu Þormar

Nú vill Noregur fá að fylgjast með matarkaupum landa sinna, og hvað þýðir það? Það þýðir einfaldlega að "stóra bróður" samfélagið er sífellt að færast nær og nær.

Þetta er raunverulega að gerast, Noregur stefnir núna í átt að algjöru stjórnunarsamfélagi þar sem ríkið vill vita allt sem þú gerir.

Noregur er leiðandi land þegar kemur að stafrænum skílríkjum, sem eru nánast nauðsynleg til þess að geta lifað og starfað, og til þess að geta skráð sig inn í netbanka og fleiri síður.

Nú er orðið ljóst að Noregur vill ennþá meiri stjórn yfir borgurum sínum. Hagstofan krefst þess núna að fá upplýsingar um matarinnkaup fólks og vill fá að fylgjast með öllum greiðslum með kortum.

Þeir komu á fót "þjóðskrá" í Noregi eftir seinni heimsstyrjöldina, þar sem fólk fékk einstaka kennitölu sem kallast "fæðingarnúmer".

Þessi skrifstofa veit nú þegar hvar fólk býr og hverjar tekjur þess eru, en núna vill hún fylgjast með hverju einasta matvæli það kaupir í matvöruversluninni.

Í raun vill norska ríkið núna vita hvað fólk fékk sér í hádegismat!

Þetta er of langt gengið!

Þessi nýjasta ráðstöfun gengur í raun ansi langt í að fara í áttina að stjórnunarsamfélagi. Þeir hafa krafist þess að nánast allar stóru matvöruverslanakeðjurnar í Noregi deili kvittunum viðskiptavina sinna með ríkinu.

Þá hafa þeir krafist þess að greiðslukortamiðlun sem heitir Nets deili ítarlegum upplýsingum til ríkisins um öll viðskipti. Um 80% kortagreiðslna í matvöruverslunum í Noregi fara í gegnum þetta fyrirtæki.

Þetta gerir Hagstofunni kleift að tengja saman greiðslur og kvittanir yfir 70% daglegra matarinnkaupa.

Gerið þið ykkur grein fyrir því að Noregur ætlar sér að tengja saman greiðslur með kortum og kvittunum úr matvöruverslunum til að finna nákvæmlega út úr því hvernig mat fólk kaupir, og hver kaupir hann?

Með öðrum orðum, Noregur ætlar að fylgjast nákvæmlega með hvers konar mat fólk kaupir, hér er um að ræða nýtt eftirlitsstig ríkisins á fólki!

Ríkið mun vita hvað Norðmenn fengu sér í morgunmat, hádegismat, kvöldmat, hvort þeir fengu sér gos með matnum, hvort þeir fengu sér svínakjöt, steik eða kjúkling - eða eitthvað annað, ríkið mun fylgjast með öllu sem þeir gera.

Ríkið ætlar sér að fylgjast með og rekja allar greiðslur í Noregi, og hér er um að ræða gríðarlegt magn af gögnum. Hagstofan ætlar að safna 2,4 milljónum kvittana á hverjum degi, og 1,6 milljörðum kortafærslna á hverju ári.

Hvers konar greiðslugögn er um að ræða hér?

Dagsetningu viðskipta
Stöðu tegundar færslu
Kortaþjónustu
Stofnunarnúmer fyrirtækisins þar sem kortið var notað
Nafn fyrirtækis þar sem kortið var notað
Nafn kortanotanda, og bankareikningsnúmer
Upphæð greidda fyrir hluti
Heildarupphæð greidda

Þessi gögn verða samkeyrð kvittunum frá versluninni og notuð til að finna nákvæmlega út hvað fólk keypti, sem er skelfileg tilhugsun!

Svo norska ríkið ætlar ekki bara að safna öllum upplýsingum um allar kortafærslur og para þær við kvittanir frá verslunum til að komast nákvæmlega að því hvað fólk kaupir, heldur mun það geyma þessi gögn um óákveðinn tíma.

Norska ríkið vill vita ALLT um þegna sína!

Heimild

Af sama meiði í Bretlandi

Verslunarkeðjan Tesco í Bretlandi hefur kynnt til leiks nýtt greiðslukerfi snemma á næsta ári, að hún muni ekki lengur taka á móti greiðslum með kortum eða peningum, heldur "Biometric payments", sem er skönnun lófa eða andlits, og sú skönnun er þá væntanlega tengd við bankareikninga fólks.

Gert er ráð fyrir að fleiri verslanakeðjur muni taka upp sams konar greiðslufyrirkomulag.


Þannig mun breska ríkið geta safnað persónugreinanlegum upplýsingum um þegna sína, rétt eins og það norska!

Við skulum ekki halda að atburðir síðustu rúmlega tveggja ára séu einhverjar tilviljanir.

Covid "heimsfaraldurinn" var bara byrjunin og eftirleikurinn ætlar að verða glóbalistunum auðveldur, nú þegar heimsbyggðin er búin að sýna þeim fram á að hversu auðvelt er að fá fólk til að trúa hverju sem er, og hlýða öllu því sem því er sagt að gera.

Það er búið að kenna okkur að vera sífellt hrædd við einhverjar utanaðkomandi ógnir, og nú er nýr sjúkdómur farinn að greinast í einhverjum löndum, líklega númer tvö af þeim faröldrum sem WHO er búið að boða næstu 10 ár.

Einu lausnirnar gegn nýjum "faröldrum" eru víst enn fleiri sprautur ....

Bókin 1984 eftir George Orwell

Hún gerist árið 1984 í Eyjaálfu, sem er eitt af þrem stöðugt stríðandi alræðisríkjum. Hin tvö eru Evrasía og Austur-Asía.

Eyjaálfu er stjórnað af allsráðandi flokki sem hefur heilaþvegið þjóð sína til að algjörrar undirgefni og hlýðni gagnvart leiðtoga sínum, Stóra bróður.

Sífellt fleiri benda á að þessi bók sé i raun að lýsa því sem er að eiga sér stað í heiminum í dag, þar sem stefnt er að útrýmingu pappírspeninga og gera allt rafrænt, og að setja einhverja kubba í líkama okkar til að setja á alræðis eftirlit með okkur og í raun svipta okkur öllu, enda eigum við víst ekkert að eiga árið 2030, og vera hamingjusöm.

Þetta stutta vídeó er úrdráttur úr bókinni, sem mætti alveg endurskíra úr 1984, í 2020.

Skildu eftir skilaboð