RANNÍS afturkallaði styrk til rannsóknar á virkni Lýsis við Covid-19

frettinInnlendarLeave a Comment

Hópur íslenskra vísindamanna undir forystu Einars Stefánssonar, prófessor í læknisfræði við Háskóla Íslands, sýndi fram á það árið 2020, með frumuræktun að fríar fitusýrur sem er að finna í lýsi, eyðileggi veirur á skömmum tíma, þar á meðal kórónuveirur.

Rannsóknin var gerð með bandarískum samstarfsaðilum. Hún miðaði að því að fá niðurstöður úr lýsi með 1% hlutfalli af fríum fitusýrum og 2% hlutfalli. Í báðum tilvikum eyðilögðust 99,9% SARS COV 2 veirunnar sem veldur Covid-19, á um tíu mínútum.

Í grein Viðskiptablaðsins í nóvember 2020 segir að hópurinn hafi fengið samþykki vísindasiðanefndar fyrir rannsókn á áhrifum frírra fitusýra á veirur í mönnum og að fyrsti fasi rannsóknarinnar væri þá að hefjast með þátttöku 30 sýktra einstaklinga. Þeim yrði gefið lýsi á Landspítalanum með hærra hlutfalli frírra fitusýra, segir í fréttinni.

Fréttin hafði samband við Einar Stefánsson og spurðist fyrir um hvað væri að frétta af rannsókninni og upplýsti Einar þá að rannsóknin hafi ekki farið lengra þar sem fjármagnið hefði vantað.

Styrkur frá RANNÍS dreginn til baka

Hin opinbera stofnun RANNÍS sem gegnir því hlutverki að treysta stoðir íslensks samfélags með stuðningi við rannsóknir og nýsköpun og styður þekkingarháskólaamfélagið með rekstri samkeppnissjóða o.fl., hafði samþykkt myndarlegan styrk til rannsóknarinnar að sögn Einars sem stofnunin dró síðan til baka án útskýringa. Einar bætti því við að svo virtist sem ekki hafi verið nægur stuðningur vísindasamfélagsins við vísindarannsóknina um virkni hins íslenska lýsis og því miður þurfti að hætta við verkefnið.

Blaðamaður spurði Einar hvort hann teldi að ákvörðun RANNíS gæti haft eitthvað með Covid-bóluefnin að gera þar sem neyðarleyfi bóluefnanna (EUA) er háð því að engin lækning eða önnur meðferð við Covid sé til staðar. Einar taldi að svo væri ekki.

Auglýsing Lýsis hf. bönnuð

Í þessu sambandi má rifja upp að í apríl 2020 gaf Mat­væla­stofn­ Lýsi hf. fyr­ir­mæli um að stöðva auglýsingu þar sem gefið var til kynna að neysla á Lýsi gæti verið gagn­leg við að eyðileggja hjúpaðar veir­ur, svo sem herpes, RS og kór­ónu­veir­ur, og að fyr­ir­byggja smit.

Matvælastofnun gerð athugasemd við kynningu á vöru frá Lýsi þar sem gefið til kynna að neysla vörunnar gæti verið gagnleg við að eyðileggja hjúpaðar veirur, svo sem herpes, RS og kórónuveirur, og fyrirbyggja smit.

Matvælastofnun hafði skömmu áður varað við vör­um sem sagðar voru styrkja ónæmis­kerfi lík­am­ans og koma í veg fyr­ir sýk­ing­ar, m.a. af völd­um kór­óna­veira.

Beðið útskýringar frá RANNÍS

Fréttin hafði samband við rannsóknarsjóð RANNÍS til að spyrjast fyrir um ástæðu þess að styrkurinn til rannsóknar Einar Stefánssonar og hans teymis hafi verið afturkallaður. Starfsmaður stofnunarinnar sagðist ætla að kanna málið og verður fréttin uppfærð ef og þegar svar berst.

Skildu eftir skilaboð