Ragnhildur Pála Ófeigsdóttir segir frá því á facebook að hún hafi verið í aðgerð í dag á Borgarspítalanum þar sem fjarlægt var lítið krabbameinsæxli úr nýra.
Ragnhildur segir að þegar hún hafi mætt á staðinn voru henni rétt tvö blöð til undirskriftar þar sem á stóð að hún myndi ekki lögsækja ef mistök yrðu gerð. Segist Ragnhildur ekki hafa þorað annað en að skrifa undir þó það hafi í raun og veru verið gegn hennar vilja, enda veik og í engri stöðu til að gera annað. Hún spyr hvort þetta sé orðið skilyrði fyrir því að fá þjónustu á spítalanum?
Fréttin hafði samband við lögfræðing og spurði álits. Hann sagði að flótt á litið virtist þetta vera nýr veruleiki og hann gæti ekki ímyndað sér að það stæðist lög að setja veiku fólki slíka afarkosti.
Færslu Ragnhildar Pálu má lesa hér: