Eftir Arnar Steingrímsson sálfræðing:
Stundum hljómar kvenfrelsunarbaráttan eins og allsherjar skemmtidagskrá með alvarlegum undirtónum. Hún stefnir oss í voða. Það setur að mér hroll, þegar ég hugsa til áhrifanna á drengina okkar (og stúlkurnar reyndar líka).
Hér bendir Bettina Arndt á nokkur atriði:
Í Ástralíu var haldin hæfileikakeppni slaghörpuleikara. Dómnefnd valdi óséð tíu karlmenn. Þetta töldu kvenfrelsarar dæmi um karlfólsku og ójafnrétti. (Það er stundum stærðfræðilegt hugtak hjá þeim.)
Samtök jarðeðlisfræðinga í Bandaríkjunum ætluðu sér að velja afburðafélaga. Dómnefnd benti á fimm karla. Vegna kvenfrelsunarmótmæla var enginn kjörinn.
Í her, lögreglu og slökkviliði er inntökuskilyrðum hagrætt til að auðvelda konum aðgang. Líka í íslenska hernum, Víkingasveitinni. Helmingaskiptareglan skal þar líka gilda.
Í Ástralíu eru fimm af hundraði slökkviliðsmanna konur, en tæpur þriðjungur skrifborðsfólks er konur. Langflestir starfsmanna í uppeldisgeiranum og heilbrigðis- og félagsþjónustu eru konur. Sama á við um ofbeldisiðnaðinn. Fáir virðast hafa áhyggjur af jafnréttisstærðfræðinni á þeim bæjum – ekki einu sinni Katrín Jakobsdóttir. Hún og hennar líkar hafa heldur ekki áhyggjur af kynjamisréttinu í herjum Rússlands og Úkraínu. (Það á líka við um Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, sérfræðing fjólubláu ríkisstjórnarinnar í málefnum Úkraínu.) Þar eru það karlar (nær eingöngu), sem murka lífið úr körlum.
Á Íslandi fær karlaathvarf engan fjárstuðning frá hinu opinbera. En það er hlaðið fé á kvennaathvörf. Þetta er að sönnu skrítin jafnréttisstærðfræði.