Astaxanthin – „konungur andoxunarefnanna“

frettinGuðrún BergmannLeave a Comment

Guðrún Bergmann skrifar:

FIMM FRÁBÆRIR EIGINLEIKAR ASTAXANTHINS

Liðin eru rúm fimmtán ár síðan ég byrjaði að nota Astaxanthin bætiefnið nokkuð reglulega og það er alltaf jafn ofarlega á vinsældalistanum hjá mér. Þessa dagana er ég að taka inn Astaxanthin frá Dr. Mercola, en það er unnið úr lífrænt ræktuðum þörungum.

Astaxanthin hefur verið kallað „konungur andoxunarefnanna“, þar sem það er eitt af öflugustu andoxunarefnum náttúrunnar og vinnur sem slíkt á frjálsum stakeindum.

  • Astaxanthin er 550 sinnum áhrifaríkara sem andoxunarefni en E-vítamín
  • Astaxanthin er næstum 6.000 sinnum sterkara en C-vítamín, sem þó er talið eitt mikilvægasta vítamínið þegar kemur að því að styrkja ónæmiskerfið 
  • Það er líka 550 sinnum ríkara af andoxunarefnum en grænt te  

Með þessar upplýsingar í huga er nokkur ljóst að Astaxanthin er eitt besta bætiefnið sem hægt er að nota til að stuðla að andoxun í líkamanum.

HVAÐ ER ASTAXANTHIN?

Astaxanthin er unnið úr Haematococcus Pluvialis örþörungum, sem framleiða efnið til að vernda sig fyrir útfjólubláum geislum sólarinnar. Astaxanthin er eitt af karótínóíðunum, en það eru litarefni sem myndast í náttúrunni.

Auk þess að vera gott fyrir húðina er Astaxanthin öflugt og breiðvirkt andoxunarefni sem virkar vel á mörg kerfi líkamans og stuðlar meðal annars að heilbrigði augna, heila og hjarta.

Það hefur einnig reynst vel gegn hvers konar meltingarvandamálum, sykursýki, ýmsum meltingarsjúkdómum, lifrarsjúkdómum, tíðahvafseinkennum, ófrjósemi karla og nýrnabilun. Astaxanthin er orkuaukandi og því gjarnan notað af íþróttamönnum og virkar einnig vel fyrir þá sem þjást af útbruna eða kulnun í starfi.

Astaxanthin er fituuppleysanlegt bætiefni, sem þýðir að það þarf að taka það inn samhliða mat sem í er einhver fita eða um leið og tekið er inn Omega 3.

Nokkur lykilatriði greina Astaxanthin frá öðrum karótínóíðum. Það er því eitt af þeim bætiefnum sem gott er að taka nokkuð reglulega. Þessi lykilatriði eru:

#1 – MÝKIR OG EYKUR TEYGJANLEIKA HÚÐARINNAR

Andoxandi eiginleikar Astaxanthins eru frábærir fyrir húðina. Astaxanthin eykur rakastig hennar, mýkt og teygjanleika og dregur úr fínum hrukkum, blettum og freknum – auk þess sem það örvar brúna litinn í húðinni.

Ef við sólbrennum myndast bólgur í húðinni, en ef við tökum inn Astaxanthin fer það inn í húðfrumurnar og dregur úr þeim skaða sem útfjólubláu geislarnir valda húðinni.

Astaxanthin verndar húðina sérstaklega gegn frumudauða sem orsakast af útfjólubláum (UV) geislum sólarinnar.

Ólíkt sólkremum sem borin eru á húðina, blokkar Astaxanthin ekki UV geislana og hindrar því ekki að UVB geislarnir breytist í D–vítamín í húðinni. Það ver húð bæði karla og kvenna einfaldlega gegn skemmdum, auk þess sem Astaxanthin gefur húðinni fallega brúnan lit. 

#2 – VINNUR Á FRJÁLSUM STAKEINDUM

Líkt og önnur andoxunarefni, gefur Astaxanthin frá sér elektrónur sem gera frjálsar stakeindir hlutlausar. Frjálsar stakeindur eru oxandi efni sem hafa eyðileggjandi áhrif á vefi og líffæri líkamans.

Stakeindirnar eyða upp flestum öðrum andoxunarefnum, en Astaxanthin býr yfir miklum birgðum, sem þýðir að það er virkara lengur – samanborið við önnur andoxunarefni.

Astaxanthinið helst líka óskaddað, sem þýðir að það eru engin efnaviðbrögð sem brjóta það niður, en slíkt gerist hjá flestum öðrum andoxunarefnum. Það ræður til dæmis við fleiri stakeindir í einu en bæði E- og C-vítamín, sem teljast þó nokkuð öflug.

# 3 – STYRKIR HJARTAÐ OG HÆGIR Á ÖLDUNARFERLINU

Astaxanthin getur varið bæði vatns- og fituuppleysanlega hluta líkamsfrumnanna. Karótínóíðin skiptast yfirleitt í vatnsuppleysanlega eða fituuppleysanlega hópa, en Astaxanthin tilheyrir hópi sem er mitt á milli og getur haft áhrif á bæði vatn og fitu.

Þetta þýðir að Astaxanthin sameindirnar geta haft áhrif á og þanið út himnu allra frumna og fljóta því ekki um í blóði okkar, heldur samlaga sig frumuhimnunni. Þetta á líka við um hvatberana (mítókondruna) í frumum hjartans, sem er ein ástæða þess að Astaxanthin er svo gott fyrir hjartað.

Þar sem ástand hvatberanna skiptir miklu máli þegar við eldumst, er stuðningur við hvatberana í frumukjarnanum (mítókondrunni) eitt af því besta sem hægt er að gera til að hægja á öldrunarferlinu. 

Að auki dregur Astaxanthin úr slæma kólesterólinu (LDL) en of mikið af því tengist aukinni hættu á hjartasjúkdómum. Í tvíblindri rannsókn árið 2011, kom í ljós að Astaxanthin dró úr magni LDL kólesteróls í of feitum þátttakendum eftir 12 vikur af notkun, auk þess sem dró úr oxandi streitu.

#4 – KEMUR JAFNVÆGI Á BLÓÐÞRÝSTINGINN

Margir sem komnir eru yfir miðjan aldur eru með of háan blóðþrýsting, án þess að vera meðvitaðir um það. Oft stafar hann af því að það er hindrun í flæði blóðsins um æðarnar, það er að segja um slagæðar, háræðar og bláæðar.

Því þrengri sem æðarnar eru (vegna of mikils kólesteróls eða þríglýseríða), því hærri er blóðþrýstingurinn og sé hann ekki meðhöndlaður getur hann aukið hættu á offitu, hjartasjúkdómum og jafnvel heilablóðfalli.

Sýnt hefur verið fram á að Astaxanthin getur komið í veg fyrir eða dregið úr háþrýstingi með því að bæta þætti sem valda honum. Hátt kólesteról í blóði getur stíflað æðar, en það stuðlar að auknum þrýstingi. Eins og fram hefur komið hér að framan dregur Astaxanthin úr slæma kólesterólinu og getur þess vegna komið í veg fyrir háþrýsting.

Astaxanthin dregur líka úr háþrýstingi með því að draga úr oxandi streitu í blóði og slaka á æðaveggjum. Í rannsókn sem birt var árið 2005 í Journal of Biological and Pharmaceutical Bulletin, kom í ljós að Astaxanthin stuðlar að jafnvægi á köfnunarefnisoxíði (oxíðið er merki um oxandi streitu) og eykur viðbragðshæfni æðanna.

#5 – GRÆÐIR MAGASÁR

Sár eins og magasár myndast á slímhúð innan í líkamanum. Þeim fylgir ekki bara sársauki, heldur tekur yfirleitt langan tíma fyrir þau að gróa. Í mörgum tilvikum geta sárin komið upp aftur og aftur ef undirliggjandi orsakir þeirra eru ekki meðhöndlaðar.

Þótt magasár séu algengustu sárin, eru til fleiri tegundir sára eins og sár á kynfærum, sár í munni, bláæðasár og slagæðasár. Magasárum fylgir sviðatilfinning í maga, auk þess sem einkennin geta verið uppköst, brjóstsviði, uppþemba, brjóstverkur, ógleði og stöðugt rop, ásamt því að fólk léttist skyndilega.

Algengasta orsök þess háttar magasára er sýking af völdum H. pylori bakteríunnar. Sýkingin er þá meðhöndluð með sýklalyfjum, til að losna við bakteríurnar svo sárið geti gróið.

Því miður myndar oxandi streita í meltingarveginum umhverfi sem leyfir H. pylori að þrífast þar. Það þýðir í raun að magasárin eru líkleg til að koma upp aftur og aftur, þar til tekist er á við oxandi streituna.

Þar sem Astaxanthin er öflugt andoxunarefni sem dregur úr oxandi streitu, leiðir inntaka á því til þess að H. pylori er endanlega haldið niðri. Auk þess stuðlar það að vernd á slímhúð í meltingarveginum og kemur í veg fyrir myndun sára.

Neytendaupplýsingar: Astaxanthin frá Dr. Mercola fæst í verslunum Mamma Veit Bestá horni Dalbrekku og Auðbrekku í Kópavogi og á Njálsgötu 1 í Reykjavík.

Ef þér fannst þessi grein áhugaverð, deildu henni þá endilega með öðrum!

Þér er velkomið að skrá þig á PÓSTLISTANN hjá mér til að fá reglulega sendar greinar um andlega mál, stjörnuspeki og leiðir til að stuðla að betri heilsu líkamans eftir náttúrulegum leiðum.

Heimildir:

https://healthcareweekly.com/astaxanthin/

http://www.actabp.pl/pdf/1_2012/43.pdf

https://www.jstage.jst.go.jp/article/bpb/28/6/28_6_967/_article

https://www.cdc.gov/healthyweight/losing_weight/index.html

https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/22170791/

Skildu eftir skilaboð