Snjór og hálka í Þýskalandi í júní

frettinInnlendarLeave a Comment

Hamfarahlýnunin lætur enn bíða eftir sér, en stormur með hagléli dundi yfir suður- og vesturhluta Þýskalands á þriðjudaginn. Frá því greindi Euronews sama dag.

Um hálfs metra háir skaflar mynduðust, og í þorpinu Weiler í Bæjaralandi voru vegir ófærir vegna íss og snjóa. Götur, torg og garðar skörtuðu hvítum vetrarbúningi um stund.

Fyrirbærið kann þó að eiga sér skýringu, samkvæmt news.de, en þarlendis kallast kuldakast um fyrripart júní „kindakul“ (þ. Schäfskälte), þar sem að nýrúið fé getur átt það á hættu að forkelast. Um sé að ræða kalt, rakt loft af hafinu úr norðri sem steypist niður þegar það mætir ört hlýnandi lofti úr suðrinu.

Skildu eftir skilaboð