Stiklað er á stóru um sögu Úkraínu í þessari mynd, UKRAINE - The other Truth, allt frá fyrstu áratugum 20. aldar, en einnig er fjallað um sögulega atburði úr Kalda stríðinu.
Á fjórða áratug síðustu aldar beitti Stalín úkraínska bændur hörku, sem varð til þess að þjóðernisstefnu Úkraínu óx fiskur um hrygg.
Þegar Þjóðverjar réðust inn í Sovétríkin í Seinni heimsstyrjöld, sáu úkraínskir þjóðernissinnar sér leik á borði eftir að hafa farið huldu höfði um tíma. Að Heimsstyrjöldinni lokinni, tóku Bandaríkin að sér að styðja úkraínska þjóðernissinna, með það í hyggju að nota þá síðar þegar færi gæfist.
Árið 1954 ákvað sovéska ríkisstjórnin að Krímskagi, sem að mestu var byggður rússneskumælandi fólki, skyldi verða hluti af Úkraínu. Ekki er vitað af hverju sú ákvörðun var tekin.
Á næstu áratugum voru deilur á milli Bandaríkjanna og Sovétríkjanna vegna eldflaugamálsins á Kúbu. Aldrei fyrr hafði mannkynið staðið jafn nærri kjarnorkustyrjöld.
Á níunda áratugnum féll Berlínarmúrinn og eftir það var hvert ríkið á fætur öðru leyst undan Varsjárbandalaginu. Reikna hefði mátt með því að Atlantshafsbandalagið (NATO) yrði jafnframt leyst upp. Ekkert varð af því og tók bandalagið sitt fyrsta skref í austurátt með sameiningu Þýskalands.
Bandaríkjamenn hétu því engu að síður að NATO myndi aldrei stækka í austur, og myndi því ekki ógna Rússlandi frekar.
Bandaríkjamenn stóðu ekki við þetta loforð sitt og tóku við æ fleiri ríkjum inn í NATO. Enn vantaði eitt stórt land til að umkringja Rússland að fullu og það var Úkraína, sem hlaut sjálfstæði árið 1991.
Snemma á síðustu öld fóru Bandaríkin að vinna að markmiði sínu og reyndu með öllum ráðum að færa Úkraínu stjórnmálalega séð enn nærri sér. Árið 2004 hófst Appelsínugula byltingin í kjölfar mótmæla gegn kjörnum forseta Úkraínu, Yanukovych.
Mánuði síðar fóru fram kosningar að nýju og Yuschenko, maður sem féll vel í kramið hjá Bandaríkjunum, var kjörinn forseti. Georg Friedmann sjálfur viðurkenndi að Bandaríkin hafi staðið á bakvið Appelsínugulu byltinguna.
Árið 2010 voru kosningar að nýju og enn og aftur urðu kjósendur að velja á milli Yuschenko og Yanukovych. Í þetta skiptið sigraði Yanukovych. Sigur hans var óumdeildur svo að ekki var tilefni til nýrrar litabyltingar.
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn reyndi að sannfæra Yanukovych um að þiggja stórt lán í þeim tilgangi að færa Úkraínu undir verndarvæng Evrópu.
Yanukovych neitaði að skrifa undir þesskonar samning við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og í kjölfarið var Tech Camp aðgerðin gangsett í desember 2013 að upplagi bandaríska sendiráðsins í Kænugarði, eins og úkraínski þingmaðurinn Tsarov greindi frá. Tsarov tilkynnti á þinginu að aðgerðin Tech Camp fælist í því að skipuleggja stór mótmæli í gegnum samfélagsmiðla. Verkefnið var undir stjórn bandaríska sendiherrans Pyatt og var ætlað að leggja drög að borgarastyrjöld í landinu. Þátttakendur í Tech Camp aðgerðinni þjálfuðu mögulega byltingarmenn til að kollvarpa lögmætum stjórnvöldum í landinu.
Markmiðið var að fella Yanukovych af forsetastóli. Maidan-torg í Kænugarði var numið af byltingarmönnum. Strax varð blóðbað og eftir þrjá mánuði varð byltingarmönnum að ósk sinni er Yanukovych hraktist úr embætti. Á meðal gagna er símtal á milli aðstoðar utanríkisráðherra Evrópu og Evrasíumála, Victoriu Nuland og Pyatt sendiherra Bandaríkjanna, þar sem þau velta fyrir sér hvernig eigi að móta nýja pólitíska framtíð Úkraínu. Í kjölfarið varð Poroshenko forseti snemma árs 2014, Bandaríkjastjórn til mikillar ánægju. Rússahatri óx ásmegin og alda ofbeldis reið yfir.
Í þessu andrúmslofti áttu Krímskagabúar ekki annarra kosta völ en að stofna til atkvæðagreiðslu til að ákveða sína framtíð. Á sama tíma var mótmælaganga í Odessa gegn ríkisstjórn Poroshenko. Úkraínskir þjóðernisöfgasinnar, sem nutu og njóta enn verndar Bandaríkjastjórnar, ráku lögreglu í burtu og réðust harkalega að göngunni. Sótt var að mótmælendum með ótrúlegu ofbeldi og létu um 50 þeirra lífið.
Í Donbass í austurhluta Úkraínu, var ríkisstjórn landsins einnig mótmælt þar sem fólk leit á hana sem valdaræningja. Íbúar Donbass ætluðu einnig að stofna til atkvæðagreiðslu til að fá sjálfstæði. En Poroshenko varð snöggur til og skipulagði sprengjuárás í Donbass gegn sinni eigin þjóð og borgarastríð braust út. Óbreyttir borgarar voru myrtir, haldið ólöglega í gíslingu og pyntaðir í austurhluta Úkraínu og fjöldi fólks missti heimili sín.
Þegar Zelensky var kjörinn forseti árið 2019 hafði stríðið í Donbass staðið yfir frá árinu 2014. Í fyrstu ræðu sinni lofaði Zelensky að binda enda á stríðið en ekkert hefur orðið af efndum þess loforðs. Borgarastríðinu hefði mátt ljúka með Minsk-sáttagerðinni og lengi hefur verið reynt að fá Zelensky til að standa við hana. Loks náði Frakklandsforseti að sannfæra Zelensky um að standa við sáttagerðina, og tilkynnti hann 8. febrúar 2022 að hann ætlaði að virkja hana. Strax daginn eftir skipti hann um skoðun og dró aðild sína að sáttagerðinni til baka.
Ljóst má vera að hann hefur haft ríflegan tíma til að standa við samninginn og binda enda á borgarastríðið. Hversvegna hann gerði það ekki er óljóst.
Á meðan á stríðinu í Donbass stóð, hefur NATO aldrei gefið eftir áætlun sína um að gera Úkraínu að aðildarríki. Rússar hafa ítrekað lýst yfir áhyggjum sínum af því að hafa NATO við landamæri sín.
Hvers vegna hefur ekki verið reynt að draga úr þeirri hótun sem fólgin er í stanslausri stækkun NATO? Friðurinn verður varla byggður á ógn.
One Comment on “Úkraína – hinn sannleikurinn”
Góð yfirferð.