Eftir Pál Vilhjálmsson kennara og blaðamann:
Sumarsmellur heimildamynda er Hvað er kona? Jú, það er flókið mál að skilgreina það sem eitt sinn voru sannindi öllum kunn. Áður en menningarmarxisminn kenndi okkur að kona sé hver sá sem segist vera kona. Karl getur orðið kona með yfirlýsingunni einni saman. Orð sem áður hafði merkingu verður innihaldslaust.
Ef kona er orðið óljóst hugtak er skammt í að vafi leiki á skilgreiningu tegundarinnar, homo sapiens. Samkvæmt viðtengdri frétt segist hugbúnaðarverkfræðingur hjá Google hafa búið til vitsmunaveru, forrit með mennska greind.
Forrit og menningarmarxismi eiga það sameiginlegt að vera mennsk afurð. Maðurinn sjálfur, tegundin, er aftur ekki mennsk afurð í sama skilningi. Samkvæmt viðurkenndri líffræði, fyrir daga menningarmarxisma, er maðurinn afurð þróunar. Darwin útskýrði samhengið um miðja 19. öld. Þar áður notuðu menn trúarskilgreiningar.
Þegar það er á huldu hvað ofureðlilegt fyrirbæri eins kona sé verður vafa undirorpið hvað hinn viti borni maður sé fyrir nokkuð. Og höfum við forrit sem er ,,eins og maður" er nærtæk ályktun að maðurinn sé í reynd ekkert annað en hlutur, sem má farga að vild.
Menningarmarxismi, stundum kallaður ,,woke", er fyrirbæri sem þarf að kveða í kútinn. Áður en það er um seinan.
One Comment on “Hvað er kona? Hvað er vitsmunavera?”
Í sjúkum og klikkuðum wokeheimi er erfitt að skilgreina ´hvað er kona?´!!!