Fyrsti þátturinn af Hin hliðin verður frumsýndur á morgun mánudaginn 20. júní og fyrsti viðmælandinn er Guðmundur Karl Snæbjörnsson læknir, einnig þekktur sem Kalli Snæ. Umræðuefni þáttarins er Covid faraldurinn og viðbrögð stjórnvalda og heilbrigðisyfirvalda við honum. Þáttastjórnandi er Margrét Friðriksdóttir ritstjóri og stofnandi Fréttin.is.
Þátturinn er unnin í samstarfi við Uppkast sem er ný streymisveita á íslenskum markaði, þar er hægt að finna ýmislegt íslenskt áhugavert efni og er boðið upp á gjaldfrjálsa reynsluáskrift í 7 daga. Áskriftin eftir það kostar aðeins 1980,- kr. á mánuði.
Klippu úr fyrsta þættinum má sjá hér neðar.