Jordan B Peterson kemur aftur til Íslands eftir fjögurra ára hlé og heldur nú fyrirlestur í Háskólabíói 25. júní. Hann hefur alla tíð langað að koma aftur eftir góðar viðtökur og vinsældir Íslendinga og getur hann fyrri heimsóknar sinnar í nýjustu bók sinni.
Hann hefur frætt lögfræðinga, lækna og viðskiptafólk um goðafræði og goðsagnir, veitt aðalritara Sameinuðu þjóðanna ráðgjöf, hjálpað skjólstæðingum sínum að takast á við þunglyndi, áráttu-þráhyggjuröskun, kvíða og geðklofa, veitt stórum kanadískum lögmannsstofum ráð og haldið fyrirlestra víða í N-Ameríku og Evrópu. Hann hefur í samvinnu við nemendur og samstarfsmenn við Harvard- og Toronto-háskóla birt fleiri en hundrað vísindagreinar og umbylt skilningi á persónuleikasálfræði, auk þess sem að bók hans, Maps of Meaning bylti trúarbragðasálfræði. Bók hans, Tólf lífsreglur, kom út árið 2018 og hefur selst í meira en fjórum milljónum eintaka. Framhald hennar, Út fyrir rammann, kom út árið 2021.
Miða má nálgast hér.