Norsku gleðigöngunni í Osló aflýst vegna hryðjuverkaárásar

frettinInnlendarLeave a Comment

Norsku Gleðigöng­unni, Oslo Pri­de, sem átti að fara fram í Osló í dag hef­ur verið af­lýst vegna hryðjuverkaárás­ar­ sem átti sér stað í borginni í nótt.

Tveir létust og yfir tuttugu særðust, þar af tíu alvarlega, þar sem byssumaður lét til skarar skríða við barinn London Pub, sem er vinsæll staður meðal hinsegin fólks.

Sam­kvæmt yf­ir­lýs­ingu frá norsku lög­regl­unni var byssumaðurinn hand­tek­inn skömmu eft­ir árás­ina. Hann er sagður vera af ír­önsk­um upp­runa en norsk­ur rík­is­borg­ari og 42 ára gamall.


Skildu eftir skilaboð