Geir Ágústsson skrifar:
Fyrir hverja vinna blaðamenn eiginlega?
Fjölmiðla? Fólkið? Sannleikann?
Eru þeir kannski upp til hópa blaðamannafulltrúar sem hamast á lágum launum við að moka undir hagsmuni milljarðamæringa án þess að gera sér grein fyrir því? Ég tel þessum spurningum vera ósvarað.
Einn blaðamaður segir, í svolitlum pistli (The news for Covid vaccines gets worse and worse):
Meiriháttar rannsókn sýnir að náttúrulegt ónæmi verndi gegn Omicron í meira en ár; mRNA sprautuefnið eyðist á mánuðum. Þetta er þriðja rannsóknin á einni vikur með hræðilegum gögnum um mRNA bóluefnin. Hvenær ætla fjölmiðlar svo mikið sem að látast hafa áhyggjur?
Já, góð spurning! Hvenær ætli fjölmiðlar fari að taka eftir nýjustu rannsóknum og byrja að fjalla um þær!
Treystum vísindunum! Það er málið, ekki satt? Til dæmis eins og þau eru framreidd af sóttvarnarlækni, sem skrifaði í grein árið 2018:
Niðurstöður slíkra rannsókna [á bólusetningum barna] hafa sýnt að alvarlegar aukaverkanir bóluefna sem notuð eru hjá börnum í almennum bólusetningum eru mjög fátíðar, eða um ein aukaverkun á hverjar 500.000 - 1.000.000 bólusetningar.
Maðurinn hlýtur að hafa þrætt vísindagreinar og gagnagrunna til að komast að þessari niðurstöðu. Eða bara stolið skrifum undanfara síns í embætti. Meiri vísindi þarf oft ekki til. Og blaðamenn kokgleypa.
Ég veit ekki alveg hvað blaðamenn ætla að láta traðka á sér lengi. Þeir hljóta hreinlega að hafa valið starf sitt til að afhjúpa, greina, kryfja og benda á mikilvægar hliðar mála. Það hlýtur að hafa verið drifkrafturinn að baki starfsvalinu frekar en lágu launin, löngu vinnustundirnar og vanþakklætið.
Eða hvað? Eru þeir allir bara að skrifa fréttir á þann hátt að þeir geti síðar orðið blaðamannafulltrúar hjá einhverju ráðuneyti eða fyrirtæki?
Er það metnaður blaðamannastéttarinnar?
Ég tel þeirri spurningu ósvarað.
Á meðan þurfum við hin einfaldlega að finna valkosti við fjölmiðla til að finna fréttir. Því miður.
One Comment on “Blaðamenn eða blaðamannafulltrúar?”
Flestir sem starfa hjá fjölmiðlum í dag eru vinstri-sinnaðir áróðursfulltrúar, þeir er svo sannarlega ekki alvöru blaðamenn.