
Gréta Jónsdóttir
Húsnæðislausi maðurinn sem Fréttin.is fjallaði um á sunnudaginn síðasta er kominn með húsnæði eftir að velvakandi sá umfjöllun um málið.
Gréta Jónsdóttir móðir mannsins hafði samband við blaðamann og þakkaði fyrir aðstoðina og skrifaði eftirfarandi:
Sæl. Það hafði maður samband og benti á herbergi. Leiga á því frágengin. Innilegar þakkir fyrir greinina. Guð er svo góður að senda ykkur öll til okkar.
Þarna má með sönnu sjá kærleikann til náungans í verki, og má umræddur maður sem bauð fram aðstoð hafa þökk fyrir.
Fréttin óskar manninum innilega til hamingju með ósk um og velfarnað í framtíðinni.