„Dómsdagsvél“ bandaríska flotans á Íslandi

Erna Ýr ÖldudóttirErna Ýr Öldudóttir, Flugsamgöngur, Úkraínustríðið, UtanríkismálLeave a Comment

E-6B Mercury flugvél bandaríska flotans, svokölluð „Dómsdagsvél“ á að hafa verið stödd hér á landi samkvæmt upplýsingum sem bandaríska Evrópuherstjórnin gaf út á Twitter í gær.

Færslan var birt í gær, 28. febrúar en vélin var send til aðgerða á svæðinu.

Áhöfnin á að hafa hitt sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, Carrin Patman ásamt fleiri embættismönnum, segir í færslunni.

Hvað gerir „Dómsdagsvélin“?

Vélin er notuð til samskipta við kjarnorkukafbáta af Ohio-gerð, í hernaðarlegum tilgangi. Hver kafbátur getur borið allt að 24 Trident II D5 skeyti sem geta borið kjarnaodda, um borð.

Upplýsingarnar birtast í framhaldi af yfirlýsingu Vladímírs Pútíns, forseta Rússlands, en í framhaldi af henni samþykkti rússneska Dúman 22. febrúar sl. lög sem binda enda á þátttöku Rússlands í Nýja START-sáttmálanum, samningi um fækkun kjarnavopna.

Upplýsingafulltrúi Isavia hafði ekki upplýsingar um málið, skv. símtali og benti á að vélin gæti verið stödd á svæði Landhelgisgæslunnar á Keflavíkurflugvelli.

Fréttin hefur óskað eftir upplýsingum frá Landhelgisgæslunni og utanríkisráðuneytinu og verður uppfærð skv. því.

Utanríkisráðuneytið svaraði:
„Umrædd flugvél er ekki hér núna en hafði stutta viðkomu hér á landi fyrir nokkrum vikum.“

Skildu eftir skilaboð