Sveitarómantík víkur fyrir sólarpanela-auðn á Suður-Jótlandi

Erna Ýr ÖldudóttirErlent, Loftslagsmál, Umhverfismál1 Comment

„Þetta er ekki breytt mynd, hún er greinilega frá Hjol[d]erup á Suður-Jótlandi“, segir Kjeld nokkur, facebook notandi frá Danmörku um forsíðumyndina.

Í Hjolderup í Danmörku hefur verið reistur stærsti sólarorkugarður í Norður-Evrópu.

Ársgamalt kort af bænum Hjolderup í Danmörku, sem er nánast landluktur af sólarpanelum.

„Ulla keypti og gerði húsið upp árið 2005 til að komast út í náttúruna og stunda hestamennsku“ heldur Kjeld áfram.

„Nú hefur sveitarómantíkinni verið skipt út fyrir stærsta sólarorkugarð í Norður-Evrópu. Þetta er langt í frá eina verkefnið sem þegar hefur verið komið á fót á svæðinu. Yfir helmingur bænda á Suður-Jótlandi er tilbúnir að selja jarðir sínar til sólarorkugarða. Þeir fá þar með verð pr/ha, talsvert yfir markaðsverði, og með horfur á kolefnisskatti á búskap þeirra, skil ég af hverju þeir velja að selja. Við hljótum að vona að stjórnmálamennirnir taki ákvörðun um kjarnorku áður en við þekjum alla Danmörku með sólarsellum og vindmyllum.“

author avatar
Erna Ýr Öldudóttir

One Comment on “Sveitarómantík víkur fyrir sólarpanela-auðn á Suður-Jótlandi”

Skildu eftir skilaboð