Fréttamaður NBC News á „Myrotvorets“ dauðalista úkraínskra stjórnvalda

Erna Ýr ÖldudóttirErlent, Fjölmiðlar, ÚkraínustríðiðLeave a Comment

Keir Simmons, fréttaritari bandarísku sjónvarpstöðvarinnar NBC News, hefur verið settur á dauðalistann „Myrotvorets“ (Peacemaker) sem tengist úkraínskum stjórnvöldum vegna „glæpa“ gegn landinu. Stjórnvöld í Kænugarði hefur einnig tilkynnt að þau séu að rannsaka fréttamanninn eftir að hann birti fréttir frá Krímskaga. Frá þessu greindi Russia Today 1. mars sl.

Vefsíðan Myrotvorets hefur birt mynd af Simmons og persónulegum upplýsingum hans, þar sem blaðamaðurinn er sakaður um að „brjóta gegn fullveldi Úkraínu,“ taka þátt í rússneskum áróðri og „tilraunir til að lögleiða hernámið“.

NBC fréttamaðurinn Keir Simmons var settur á úkraínska dauðalistann fyrir fréttir frá Krím.

Simmons ferðaðist til Krímskagans með lest frá Moskvu, yfir Kerch-brúna, sem hann sagði að hefði verið „sprengd og valdið táknrænu og hernaðarlegu áfalli“ fyrir Rússland í október sl., en sé „nú að fullu endurreist“.

Hann tók einnig og birti viðtöl við gangandi vegfarendur á Krím sem kváðust vera Rússar og að Pútín væri leiðtoginn þeirra. Þau myndu berjast við úkraínskt innrásarlið. Fréttamaðurinn hafði þá einnig uppi efasemdir um að hægt væri að taka Krímskagann aftur með valdi.

„Þessum drápslista er viðhaldið af úkraínska innanríkisráðuneytinu, hann er skráður í Langley, Virginíu í Bandaríkjunum og er með IP-tölu í Brussel,“ sagði bandaríski stjórnmálamaðurinn Jackson Hinkle, sem einnig var bætt við listann á miðvikudag.

Hinkle benti á að á Myrotvorets hafi fagnað morðinu á rússnesku blaðakonunni Darya Dugina í fyrra. Nokkrir fleiri áberandi menn hafa verið myrtir eftir að vefsvæðið lýsti þá sem opinberum óvinum, þar á meðal eru rithöfundurinn og sagnfræðingurinn Oles Buzina og stjórnmálamaðurinn Oleg Kalashnikov.

Óásættanlegar hótanir í garð blaðamanna

Vestrænir fjölmiðlar hunsuðu að mestu tilvist síðunnar þar til árið 2016, þegar Myrotvorets hótaði tugum blaðamanna og mannréttindafrömuða fyrir að þora að starfa í alþýðulýðveldunum Donetsk og Lugansk.

Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE) fordæmdi listann og sagði „einfaldlega óviðunandi sé að blaðamönnum sé hótað fyrir það sem þeir segja eða skrifa.“

Bandarísk stjórnvöld hafa enn ekki tjáð sig um að úkraínsk stjórnvöld hóti fréttamanni frá stórum bandarískum fjölmiðli með þessum hætti. Ekki heldur bresk stjórnvöld, en Simmons er breskur ríkisborgari.

Nýlega hefur Myrotvorets sett Zoran Milanovic, forseta Króatíu, Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, Henry Kissinger, bandarískan stjórnarerindreka á eftirlaunum, og rokktónlistarmanninn Roger Waters á dauðalistann, fyrir að víkja frá opinberri harðlínu í umræðu um átökin á svæðinu.

Skildu eftir skilaboð