Nauðlenda þurfti vél Virgin Australia eftir hjartaáfall flugstjórans

frettinErlent, FlugsamgöngurLeave a Comment

Nauðlenda þurfti vél frá ástralska flugfélaginu Virgin Australia sem var á leið frá Adelaide til Perth eftir að flugstjóri vélarinnar fékk hjartaáfall aðeins 30 mínútum eftir brottför. The Aviaton Herald greinir frá.

Atvikið átti sér stað 3. mars og varð til þess að vélin sem var að gerðinni Airbus A320 neyddist til að snúa aftur til Adelaide, þar sem viðbragðsaðilar biðu eftir að flytja flugstjórann á sjúkrahús.

Fluginu var aflýst og var vélin á jörðinni í um 25 klukkustundir áður en hún var tekin aftur í notkun.

Þann 8. mars 2023 tilkynnti Virgin Australia: „Við getum staðfest að flugstjórinn um borð í VA717 þann 3. mars veiktist á meðan á fluginu stóð og vélin þurfti að snúa aftur til Adelaide í samræmi við öryggisreglur. Flugvélin lenti heilu og höldnu í Adelaide og var farþegum komið fyrir í næsta lausa flugi. Flugstjórinn var fluttur á sjúkrahús til rannsóknar og síðar var tilkynnt að það vær í lagi með hann.“

Skildu eftir skilaboð