Svissneskur hjartalæknir þvingaður til að taka geðlyf eftir að vara við Covid-aðgerðum

frettinCOVID-19, Erlent, Ritskoðun, TjáningarfrelsiLeave a Comment

Svissneskur hjartalæknir, Dr. Thomas Binder, var fluttur nauðugur á geðsjúkrahús af stjórnvöldum í Sviss fyrir að vara við  Covid-19 lokunaraðgerðum og öðrum harðstjórnarlegum aðgerðum í upphafi „heimsfaraldursins“.

Í viðtali við blaðakonuna, Taylor Hudak, upplýsti Dr. Binder hvernig honum var ógnað af 60 vopnuðum lögreglumönnum, þar af 20 frá hryðjuverkadeildinni Kantonspolizei Aargau, þekkt sem ARGUS. Atvikið átti sér stað eftir að hann birti bloggfærsla 9. apríl 2020, þar sem rækilega var greint frá mörgum óvísindalegum „sóttvarnaraðgerðum“ sem var verið að beita á þeim tíma.

Bloggfærsla læknisins fór samstundis á flug og var lesin af 20.000 manns á svipstundu, nokkuð sem hann áleit jákvætt merki um að almenningur væri móttækilegur fyrir skilaboðum hans. Því miður vakti það einnig athygli ríkislögreglustjórans sem sakaði Binder um að vera ógn bæði við sig sjálfan og svissnesk stjórnvöld.

Eftir að tugir lögreglumanna réðust inn á heimili Binder og framkvæmdu þar húsleit var niðurstaðan sú að engin ógn stafaði af lækninum. Hann er vanur læknir með 34 ára reynslu í greiningu og meðferð öndunarfærasýkinga og hefur verið með einkastofu í Sviss í 24 ár.

Í febrúar 2020 talaði Dr. Binder fyrir endurkomu siðfræði og vísinda á sviði læknisfræðinnar. Hann talaði gegn óvísindalegum aðgerðum, skyldum, gölluðum PCR prófum og fleiru. Á vefsíðu sinni og samfélagsmiðlum, sagði Dr. Binder að honum bæri skylda til sem lækni að upplýsa almenning um sannleikann um COVID-19.

Stjórnvöld greindu Dr. Binder með „kórónu-geðveiki“

Lögreglumenn fóru í gegnum aðrar bloggfærslur Binders, færslur á samfélagsmiðlum og jafnvel tölvupósta hans, sem leiddi til þeirrar ályktunar að hann væri bara það sem hann segist vera: „læknir sem, samkvæmt vísindalegu mati, ákvað snemma í ferlinu að „Covid hystería“ væri andlegur sjúkdómur.

Þrátt fyrir það kölluðu lögreglumenn eftir bráðalækni til að leggja mat á geðheilsu Binder í kjölfar húsleitarinnar. Læknar ákváðu að að Binder væri haldinn „kórónu-geðveiki“, sem er algjörlega tilbúinn „sjúkdómur“ og var notaður til að ofsækja hann og loka hann og stinga honum inn á stofnun.

Binder dvaldi um tíma á geðdeild en var að lokum var sleppt. Þessi niðurstaða var þó háð því að hann tæki einhvers konar geðlyf.

Í dag sinnir Binder sínu starfi sem læknir eins og hann hefur gert í áratugi, auk þess að sitja í hinum ýmsu nefndum. Binder er einnig einn af 22 vísindamönnum sem skrifuðu skýrsluna Corman-Drosten Review Report. Verk hans, þar á meðal bloggfærslur, greinar, kynningar og viðtöl, er að finna á vefsíðu hans.

Brot úr viðtalinu sem Taylor Hudak tók við Binder má sjá hér neðar og allt viðtalið í heild má finna hér.

Dr. Thomas Binder er þó hvergi að baki dottinn og hefur haldið gagnrýni sinni áfram, nú síðast fyrir nokkrum dögum sagði hann að „mylja þyrfti WHO í þúsund mola“ til að koma í veg fyrir annan „tilbúinn faraldur.“ Það væri eina leiðin sem myndi skila árangri.

Skildu eftir skilaboð