14 ára leikmaður, Saido Balde, 14 ára leikmaður þýska liðsins HSV hneig niður í leik á þriðjudag gegn SV Eichede. Þýska miðillinn Bild greindi frá atvikinu.
Balde var að gera búa sig undir að koma inn á völlinn sem varamaður þegar að hann hneig niður á hliðarlínunni. Leikmaðurinn er talinn mjög efnilegur og hefur verið að spila upp fyrir sig hjá HSV. Hafði hann spilað 15 leiki með HSV, skorað þrjú mörk og átt fjórar stoðsendingar. Balde hefur verið orðaður við stórlið á borð við Borussia Dortmund, Benfica og Paris Saint-Germain.
Hjúkrunarteymi liðsins tók strax að sinna honum og grunur var um að hann hafi fengið flogakast. Baldevar síðan fluttur á háskólasjúkrahúsið Eppendorf þar sem hann dvaldi í tvær nætur.
Líðan Balde er eftir atvikum góð en HSV mun vilja að leikmaðurinn fari í rannsóknir áður en hann snýr aftur til að æfinga með liðinu.