Þann 20. febrúar sl. komst héraðsdómur Reykjavíkur að þeirri niðurstöðu að Klíníkin, sem er fyrirtæki í heilbrigðisþjónustu, hafi verið í rétti til að rifta ráðningarsamningi við hjúkrunarfræðing þar sem um „verulega vanefnd“ af hálfu hjúkrunnarfræðingsins var að ræða, sem á að hafa neitað að að taka Covid-19 hraðpróf í upphafi hvers vinnudags. Ásamt því að rifta samnningi átti hjúkrunarfræðingurinn ekki rétt á frekari launagreiðslum, en þó ákvað fyrirtækið að greiða stefnanda laun út mánuðinn. Félag íslenskra hjúkrunarfæðinga mótmælti þessu með bréfi til fyrirtækisins.
Klínikin var einnig sýknuð af miskabótakröfu vegna riftunar ráðningarsamningsins en í málinu krafðist hjúkrunarfræðingurinn að Klíníkin skyldi dæmd til að greiða henni 5.174.775 krónur auk dráttarvaxta. Fyrirtækið krafðist sýknu en til vara að krafan skyldi lækkuð. Hjúkrunafræðingurinn var dæmdur til að greiða 1.240.000 í málskostnað.
Hafnaði Covid-19 „bólusetningu“ og taldi það ástæðuna
Fram kemur í dómnum sem birtur var í dag, að deilan snúist um það hvort hjúkrunarfræðingurinn hafi óhlýðnast fyrirmælum Klínikarinnar um að taka hraðpróf áður en mætt var til vinnu og hvort honum hafi borið að hlýða þeim fyrirmælum, ellegar yrði ráðningarsamningi rift. Þá byggði hjúkrunarfræðingurinn á því að sú ákvörðun hans um að hafna svokallaðri Covid „bólusetningu“ hefði í raun verið riftunarástæða af hálfu fyrirtækisins. En fyrirtækið hafi tekið öll tvímæli af um að það væri ekki riftunarástæðan.
Í dómnum segir að hlýðni starfsmanna við lögleg fyrirmæli atvinnurekandans sé ein af aðalskyldum starfsmanna í starfssamningi og að starfsmaður verði að beygja sig undir húsbóndavald vinnuveitanda síns, enda teljist fyrirmælin ekki ólögleg, vera brot á samningi eða utan verksviðs starfsfólks.
„Öllum eðlilegum og venjulegum fyrirskipunum atvinnurekanda um framkvæmd og tilhögun vinnunnar verði starfsmaður að hlýða og eigi það á hættu að vera vikið úr starfi að öðrum kosti. Til að skilyrði riftunar á ráðningarsamningi teljist uppfyllt vegna brota á hlýðniskyldu eða neitunar starfsmanns við því að hlýða fyrirmælum, verði brot starfsmannsins á hlýðniskyldunni að varða veigamikil atriði í rekstri umrædds vinnuveitanda þannig að neiti starfsmaður að hlýða þeim teljist það veruleg vanefnd,“ segir í dómnum.
Dóminn sem má lesa hér, kvað upp Sigríður Rut Júlíusdóttir, en hún er eiginkona Hjalta Más Björnssonar, yfirlæknis bráðalækninga á Landspítala.
Dómnum verður áfrýjað samkvæmt upplýsingum frá Jóni Sigurðssyni, lögmanni hjúkrunarfræðingsins.