Heimilt að reka hjúkrunarfræðing fyrir að taka ekki Covid-próf

frettinCOVID-19, DómsmálLeave a Comment

Þann 20. febrúar sl. komst héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur að þeirri niður­stöðu að Klíník­in, sem er fyr­ir­tæki í heil­brigðisþjón­ustu, hafi verið í rétti til að rifta ráðning­ar­samn­ingi við hjúkr­un­ar­fræðing þar sem um „veru­lega vanefnd“ af hálfu hjúkrunnarfræðingsins var að ræða, sem á að hafa neitað að að taka Covid-19 hraðpróf í upp­hafi hvers vinnu­dags. Ásamt því að rifta samnningi átti hjúkrunarfræðingurinn ekki rétt á frekari launagreiðslum, en þó ákvað fyrirtækið að greiða stefnanda laun út mánuðinn. Félag íslenskra hjúkrunarfæðinga mótmælti þessu með bréfi til fyrirtækisins.

Klínikin var einnig sýknuð af miska­bóta­kröfu vegna rift­un­ar ráðning­ar­samn­ings­ins en í mál­inu krafðist hjúkr­un­ar­fræðing­ur­inn að Klíník­in skyldi dæmd til að greiða henni 5.174.775 krón­ur auk drátt­ar­vaxta. Fyrirtækið krafðist sýknu en til vara að kraf­an skyldi lækkuð. Hjúkrunafræðingurinn var dæmdur til að greiða 1.240.000 í málskostnað.

Hafnaði Covid-19 „bólusetningu“ og taldi það ástæðuna

Fram kem­ur í dómn­um sem birtur var í dag, að deilan snúist um það hvort hjúkr­un­ar­fræðing­ur­inn hafi óhlýðnast fyr­ir­mæl­um Klínikarinnar um að taka hraðpróf áður en mætt var til vinnu og hvort honum hafi borið að hlýða þeim fyr­ir­mælum, ellegar yrði ráðning­ar­samn­ingi rift. Þá byggði hjúkrunarfræðingurinn á því að sú ákvörðun hans um að hafna svokallaðri Covid „bólusetningu“ hefði í raun  verið rift­un­ar­ástæða af hálfu fyr­ir­tæk­is­ins. En fyrirtækið hafi tekið öll tví­mæli af um að það væri ekki rift­un­ar­ástæðan.

Í dómnum seg­ir að hlýðni starfs­manna við lög­leg fyr­ir­mæli at­vinnu­rek­and­ans sé ein af aðalskyld­um starfs­manna í starfssamningi og að starfsmaður verði að beygja sig und­ir hús­bónda­vald vinnu­veit­anda síns, enda telj­ist fyr­ir­mælin ekki ólög­leg, vera brot á samn­ingi eða utan verksviðs starfs­fólks.

„Öllum eðli­leg­um og venju­leg­um fyr­ir­skip­un­um at­vinnu­rek­anda um fram­kvæmd og til­hög­un vinn­unn­ar verði starfsmaður að hlýða og eigi það á hættu að vera vikið úr starfi að öðrum kosti. Til að skil­yrði rift­un­ar á ráðning­ar­samn­ingi telj­ist upp­fyllt vegna brota á hlýðniskyldu eða neit­un­ar starfs­manns við því að hlýða fyr­ir­mæl­um, verði brot starfs­manns­ins á hlýðniskyld­unni að varða veiga­mik­il atriði í rekstri um­rædds vinnu­veit­anda þannig að neiti starfsmaður að hlýða þeim telj­ist það veru­leg vanefnd,“ seg­ir í dómn­um.

Dóminn sem má lesa hér, kvað upp Sigríður Rut Júlíusdóttir, en hún er eiginkona Hjalta Más Björnssonar, yfirlæknis bráðalækninga á Landspítala. 

Dómnum verður áfrýjað samkvæmt upplýsingum frá Jóni Sigurðssyni, lögmanni hjúkrunarfræðingsins.

Skildu eftir skilaboð