Brjáluð stemmning á tónleikum Ingós

frettinLífið, Tónlist3 Comments

Óhætt er að segja að tónleikar Ingólfs Þórarinssonar, betur þekktum sem Ingó Veðurguð, hafi farið vel af stað. Gríðarleg stemmning var í salnum þegar Ingó steig fyrst á svið kl. 19:30 í gærkvöldi eftir tveggja ára hlé. Seinni tónleikarnir voru síðan haldnir klukkan 22:00. Uppselt var á ferna tónleika og verða síðari tónleikarnir haldnir í kvöld. 

Ingó söng sín vinsælustu lög við góðar undirtektir, þar sem salurinn söng með, fólk reis upp úr sætum og undir lokin dönsuðu gestir með. Hljómsveitin var einnig í rífandi gír líkt og söngvarinn og mátti sjá að salurinn var einnig ánægður með snilldarverk Bjössa Sax sem spilaði á saxófóninn.

Ingó tók nýja lagið sitt, Gítarinn, sem tónlistarmaðurinn segir að lýsi síðustu tveim árum í lífi sínu. Þau ár hafa verið Ingó og fjölskyldu hans erfið eftir að nafnlausar ásakanir bárust um meint kynferðisbrot hans sem Öfga hópurinn stóð fyrir. Ingó var í framhaldinu „slaufaður“ og var einnig ráðist að atvinnu Ingós. Alexandra Eir Davíðsdóttir, unnusta Ingós, opnaði sig svo nýlega um einelti sem hún og nýfætt barn þeirra hafa orðið fyrir í kjölfarið. 

Alexandra segist ítrekað hafa verið beitt ofbeldi af hálfu hópa sem segjast berjast gegn ofbeldi og réttindum kvenna, einungis vegna þess hver maki hennar er. Hún segir þetta fólk hafa birt heimilisfang hennar opinberlega svo hægt væri að kasta eggjum í hús þeirra eða beita hana eða kærasta hennar líkamlegu ofbeldi. 

Það er því hægt að túlka það sem svo að þjóðin hafi sýnt Ingó stuðning í verki með góðri mætingu á tónleikana. Greina mátti góða samstöðu gegn því að menn séu ranglega sakaðir og útskúfaðir úr þjóðfélaginu eftir dómstól götunnar.

Öfga feministar voru þó ekki lengi að mæta upp á dekk og gagnrýna tónleikana og greinir Hringbraut m.a. frá því að varaþingmaður Pírata, Valgerður Árna­dóttir, vilji fá lista yfir tónleikagesti til að geta forðast þá, og deilir twitter færslu frá öfga feministanum Ólöfu Töru.

Miðað við rífandi stemminguna má segja að endurkoma Ingós hafi verið kærkomin og hann komið inn „með látum.“

3 Comments on “Brjáluð stemmning á tónleikum Ingós”

  1. Flott og gott að heyra að þessir öfgafeministar eru særðir með endurkomuna????????

  2. Stórkostlegt og gleðilegt að illa innrættum konum, sem ekki tókst að klófesta Ingólf, hafi ekki tekist ætlunarverk sitt, að eyðileggja starfsframa hans og líf. Svekktar konur geta svo sannarlega verið miskunnarlausar og hættulegar.

  3. Guð sagði líka í sálmi 2024. ” Eigi skaltu trúa öllu sem skrifað er á veggi FB “.

Skildu eftir skilaboð