Hollenskur þingmaður: stefna stjórnvalda um losun köfnunarefna er „vinstra rusl“

frettinErlent, Landbúnaður, Mótmæli1 Comment

Þúsundir mættu á „bændamótmælin“ í Haag í Hollandi í dag, en bændur og almennir borgarar hafa mánuðum saman mótmælt stefnu stjórnvalda um takmarkanir á losun köfnunarefna, sem mun leiða til fjölda gjaldþrota meðal hollenskra bænda.

Þingmaðurinn Geert Wilders, sem er jafnframt formaður Frelsisflokksins, var meðal þeirra sem sótti viðburðinum. Hann sagði stefnu stjórnvalda um losun köfnunarefna vera „vinstra rusl.“

„Það verður ekkert Holland án bændanna okkar, án sjómannanna okkar... það er það sem við erum, þeir eru í genum okkar, þeir eru í sögu okkar. Holland er byggt upp af bændum og sjómönnum og allir hafa mikla samúð með þeim,“ sagði þingmaðurinn.

„Raunverulega markmiðið hér er að losna við bændurna okkar. Köfnunarefnið er ekki raunverulegt vandamál. Þetta er tilbúið vandamál og þetta er mjög óréttlátt,“ sagði Wilders í viðtali sem sjá má hér:

Næst á eftir Bandaríkjunum er Holland stærsti útflytjandi heims á landbúnaðarafurðum. Árlegur útflutningur landbúnaðarafurða í Hollandi jafngildir næstum 70 milljörðum Bandaríkjadala.

Meðal ræðumanna var lögfræðingurinn og baráttukonan hollenska Eva Vlaardingerbroek:

Hér á má sjá fjöldan í Haag í dag:

One Comment on “Hollenskur þingmaður: stefna stjórnvalda um losun köfnunarefna er „vinstra rusl“”

  1. Vinstri, hægri. Sama ruglið. Frímúrara rugl. Hann er zionisti, versta sort, úlfur í sauða gæru. Litlu hatta karl, eins og allir íslenskir stjôrnmálamenn.

Skildu eftir skilaboð