Tekur Gísli Marteinn við fyrirmælum frá kjaftakerlingum úti í bæ?

Erna Ýr ÖldudóttirErna Ýr Öldudóttir, Fræga fólkið, Innlent, Pistlar3 Comments

Fjölmiðlamaðurinn Frosti Logason, sem nú heldur úti hlaðvarpinu Harmageddon á Brotkast.is, ljóstrar upp um samskipti nokkurra kvenna í lokuðum hópi. Samkvæmt því sem þar kemur fram, virðist sem þáttastjórnandinn Gísli Marteinn Baldursson, með föstudagsþáttinn Vikan með Gísla Marteini hjá sjálfu Ríkisútvarpinu - sjónvarpi allra landsmanna, þurfi að taka við fyrirmælum og afarkostum frá illræmdum hópi kjaftakerlinga úti í bæ.

Þessi hópur slúðurkerlinga, sem íslenskt þjóðfélag hefur í landlægum ræfildómi og meðvirkni tekið of alvarlega of lengi, gengur undir nafninu „Öfgar.“ Hópurinn og meðlimir hans urðu áberandi í svokallaðri #MeToo-byltingu. Í umfjöllun Frosta í Harmageddon kemur fram, skv. skjáskotum af samtali meðlima þessa hóps á samfélagsmiðlum, að Gísli Marteinn „sé með þeim í liði.“

Sjón er sögu ríkari: Margt sem fram kom í alþjóðlegri #MeToo byltingu kvenna sem greindu frá kynferðislegu áreiti átti fullan rétt á sér og hefur vonandi valdið breytingum til batnaðar í heiminum. Talsvert hefur þó verið um að saklausir menn og konur „liggi í valnum“ fyrir hamslausan kjaftagang og óbilgirni þeirra sem hvað lengst hafa viljað ganga í baráttunni og virðast ekki vita hvar eða hvenær skal láta staðar numið.

Að valda völdum og ábyrgð í almannaþágu

Vikan með Gísla Marteini og aðrir keimlíkir dagskrárliðir með Gísla Marteini Baldurssyni hafa verið sýndir í Ríkissjónvarpinu í amk. tvo áratugi. Undanfarin ár hefur verið þar mikið glens og grín á annarra kostnað, og jafnan er gestalistinn skipaður þeim sem falla í kramið hjá honum.

Þátturinn virðist auk þess notaður til að hampa persónulegum smekk og pólitískum áhugamálum stjórnanda þáttarins. Verður að teljast einstakt í sögunni að áhorfendum miðils í almannaþágu og skattgreiðendum sé, árum og jafnvel áratugum saman, boðið upp á annað eins.

author avatar
Erna Ýr Öldudóttir

3 Comments on “Tekur Gísli Marteinn við fyrirmælum frá kjaftakerlingum úti í bæ?”

  1. Þessi þáttur Gísla ltla Marteins vikan er svona drottningaviðtals þáttur, þar sem viðmælendum er hampað fyrir lítið og þáttarstjórnandi lítur út og hljómar eins og fermingastrákur í afmæli, ég er á því og hef verið að íslendingar gleypi við hvaða rusli sem er bara ef það er íslenskst efni. Það á að leggja þessa ruv stöð niður og þar með þennan þátt. Það að henda skattpeningum landsmanna í þetta bakn ruv sem styrkir afar slaka þáttargerð og kaupir óeðlilega mikið af rusl efni td. frá dönum á ekki að leyfa, að mínu mati.

  2. þetta er ekki sjónvarp allra landsmanna. Ég þekki bara eina manneskju sem hefur haft gaman að þættinum hans.

  3. Tíu milljarðar á ári í Ríkisútvarpið ef allt er talið, alger tímaskekkja og peningum illa varið.

Skildu eftir skilaboð