Suður-afríski rapparinn Costa Tsobanoglou, eða Costa Titch, lést skyndilega á sviðinu á tónleikum á tónlistahátíðinni Ultra South Africa í úthverfinu Nasrec í Jóhannesarborg. Hann var 28 ára og dánarorsök er ókunn, en lögreglan vinnur að rannsókn málsins.
Myndbönd á samfélagsmiðlum sýna rapparann með hljóðnemann í hendi þegar hann dettur niður. Hann hélt áfram að syngja en hneig aftur niður og féll niður af sviðinu. Aðrir listamenn hátíðarinnar komu honum til aðstoðar og báru hann í burtu.
Hér má sjá atvikið:
Constantinos Tsobanoglou, also known as "Costa Titch," has passed away at the age of 28 🕊
— Black Vee (@_BlackVee) March 12, 2023
The family is grateful for the emergency responders and those who were present during his last moments. They are asking for privacy during this difficult time #RIPCostaTitch pic.twitter.com/4JcJbHsUsL
2 Comments on “28 ára gamall rappari hneig niður á sviðinu og lést”
Fyrir utan hið augljósa er kemur að orsök þá er þessi aðdragandi furðulegur og væri áhugavert að fá álit læknis á því. Dettur, heldur áfram eins og ekkert hafi gerst, dettur aftur, spriklar, látinn. Eins og hann hafi verið skotinn með deyfingarpílu, sem er auðvitað ekki ástæðan.
Hann var flogaveikur, og fékk heiftalegt kast á sviðinu.
Hann lést svo á spítala þangað sem hann var fluttur, ekki á sviðinu.
https://www.thesouthafrican.com/lifestyle/celeb-news/breaking-costa-titch-had-epilepsy-seizures-ultra-musical-festival-cause-of-death-12-march-2023/