Tjörvi Schiöth sagnfræðingur birti um helgina stutt myndband með íslenskum texta sem sýnir háttsetta bandaríska ráðamenn viðurkenna að þeir séu að heyja „proxýstríð“ í Úkraínu gegn Rússlandi.
Hann segir það óþolandi hvað fréttaumfjöllun um stríðið sé einhliða því mikið væri til af vel þekktum og augljósum staðreyndum sem einfaldlega er sleppt úr fréttaflutningi.
Þetta segir hann vera svokallað "censorship by omission" (eða „ritskoðun með því að sleppa úr“) og telur mikilvægt að almenningur sé upplýstur um það sem er raunverulega að gerast í heiminum.
Í gær birti hann annað myndband um Nord Stream 2 gasleiðsluna sem eyðilögð var með sprengingu í september 2022. Tjörvi segir að rétt eins og með sjálft stríðið í Úkraínu hafi háttsettir bandarískir ráðamenn líka svo gott sem viðurkennt að