Stjórmálaflokkur bænda í Hollandi, Borgarahreyfing bænda (BBB), var stofnuð árið 2019 í kjölfar víðtækra mótmæla bænda á stefnu stjórnvalda. Ríkisstjórnin vill draga úr losun mengandi efna, aðallega köfnunarefnisýrings og ammoníaks, um 50% á landsvísu fyrir árið 2030 sem mun jafnframt þýða fjöldagjaldþrot bænda í landinu.
Hollenskir bændur og stuðningsmenn þeirra hafa stofnað til fjölda mótmæla undanfarið og sagði hollenski landbúnaðarráðherrann af sér sl. haust eftir stanslaus mótmæli.
Flokkurinn hefur komið mjög á óvart því nú stefnir í að hann verði stærsti flokkurinn í efri deild þingsins eftir þingkosningar í landinu á miðvikudag. Þegar flest atkvæði höfðu verið talin ætti hann að fá 15 af þingsætum öldungardeildar með tæplega 20% atkvæða. BBC greindi frá.
„Þetta er ekki eðlilegt, en í raun er þetta eðlilegt! Þetta eru allir almennir borgarar sem kusu,“ sagði leiðtogi flokksins Caroline van der Plas.
BBB flokkurinn miðar að því að berjast gegn áformum stjórnvalda um að draga úr losun köfnunarefnis, með því að draga verulega úr fjölda búfés og að ríkið kaupi upp þúsundir bóndabýla í landinu.
Kjörsókn í atkvæðagreiðslunni á miðvikudag, er áætluð 57,5%, og var sú mesta í mörg ár. Ríkisstjórn Mark Rutte mun samkvæmt tölunum tapa átt sætum og fengi nú 24 sæti.
Fyrir kjósendur á landsbyggðinni var helsti hvatinn til að styðja BBB flokkin sá að mótmæla niðurskurði á losun köfnunarefnis, samkvæmt skoðanakönnun Ipsos fyrir ríkisútvarpið NOS.
Hollenski lögfræðingurinn og baráttukonan Eva Vlaardingerbroek hefur sagt „nótrógenkrísu“ stjórnvalda vera tilbúning og að hollenska ríkið ætli sér einfaldlega að stela landi bændanna.