SVB Financial Group, fyrrum móðurfélag hins fallna Silicon Valley banka sem bandaríska ríkisstjórnin tók við í síðustu viku, hefur farið fram á gjaldþrot.
Í síðustu viku féll Silicon Valley bankinn eftir áhlaup. Viðskiptablað sænska dagblaðsins SvD segir gjaldþrotið valda ótta í fjármálaheiminum og í versta falli gæti bankahrunið valdið dómínóáhrifum og annarri fjármálakreppu í heiminum.
Silicon Vally bankinn fylgdi pólitískum rétttrúnaði og var sérstaklega upptekinn af LBGT málum og „sjálfbærniviðmiðum“ UFS (e. ESG), þ.e. umhverfisviðmið sem snúa að frammistöðu og eftirliti í loftslags- og umhverfismálum og félagslegum viðmiðum sem snúa að því hvernig hugað er að starfsfólki og samfélaginu sem það starfar í, s.s. jafnrétti innan fyrirtækja, almennum mannréttindum og öryggi. Bankinn var með topp einkunn í UFS viðmiðum.
Á vef bankans Silicon Valley segir:
„Silicon Valley Bank viðurkennir mikilvægar efnahagslegar, samfélagslegar og vistfræðilegar hættur af loftslagsbreytingum. Við styðjum frumkvöðla og ört stækkandi fyrirtæki sem stuðla að nýjungum sem draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og við gerum áætlanir til að fylgjast með og draga úr eigin losun.“
Í átta mánuði á síðasta ári var bankinn ekki með fjármálastjóra og fjárfesti fjármunum viðskiptavina í lágvaxta ríkisskuldabréfum og verðbréfum.Þegar Seðlabankinn hækkaði vexti lækkaði verðmæti eigna SVB og viðskiptavinir reyndu að taka út peningana sína. Nú gagnrýna margir fjármálastofnunina fyrir að einblína of mikið á svokallaðar WOKE stefnur og ekki nægilega mikið að fjárfestingar bankans.
Silicon Valley gaf t.d. rúmlega 73 milljónir dala til „félagslegra réttlætishópa“ tengdum "Black Lives Matter" á árunum áður en hann féll. Þetta kemur fram í Daily Mail.