Arnar Sverrisson skrifar:
Afrekaskrá Bill og Melindu Gates lengist stöðugt. Góðverkin þeirra eru skærgræn; framleiðsla og kaup á alls konar bóluefnum, erfðabreytingar á skordýrum og búpeningi, uppkaup jarða, framleiðsla matvæla úr frumum og svo framvegis.
Nýjasta verkefnið er til þjóðþrifa og verndunar andrúmsloftsins. Eins og allir vita eru ropandi og viðrekandi spendýr hinir verstu óvinir umhverfisins, gefa frá sér bráðmengandi lofttegundir.
En bólusetninga-Bill er ekki af baki dottinn, því nú hefur honum hugkvæmst að styrkja fyrirtæki, sem hannar grímur á kusur. Gríman er margföld í roðinu, því hún mælir og reiknar út líkamsstarfsemi dýrsins - eins og stendur til að gera á mannsveskjunum – og ýmislegt annað. Meltingarmetan (stórhættuleg gróðurhúslofttegund) kusu verður gert óskaðlegt.
Þetta græna fjárfestingarævintýri hugnast kvenfrelsaranum, frú Melindu, áreiðanlega vel. Því eins og allir vita hafa umhverfiskvenfrelsunarfræðingar (eco feminist) komist að því, að konur séu miklu viðkvæmari fyrir mengun en karlar.
Ég hlýt að trúa því, að íslenska ríkisstjórnin eða jafnvel sígrænir íslenskir bankar kaup hlutabréf í fyrirtækinu.
The Bill & Melinda Gates Foundation just announced a $4.7 million grant for a company that sells face masks for cows.
You couldn't make this stuff up. pic.twitter.com/U8vkorBKwr
— Critical Sway (@CriticalSway) March 11, 2023