Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, er með áætlun um að binda endi á heimilisleysi og vill að það verði gert ólöglegt. Pólitískir andstæðingar hans hafa nú þegar gagnrýnt áætlunina og kalla hana skelfilega.
Trump segir að enginn eigi eða þurfi að búa á götunni, en megnið af þessu fólki sé óreglufólk og oft þeir sem glíma við andleg veikindi. Því sé mikilvægt að þessir einstaklingar fái viðeigandi aðstoð, það sé bæði heilbrigðara og ódýrara fyrir samfélagið. „Allir eiga rétt á aðstoð, og öllum verði gefinn kostur á að þiggja meðferð og þjónustu ef þeir eru tilbúnir í endurhæfingu,“ segir fyrrverandi forsetinn.
„Við munum hjálpa þessu fólki að hefja eðlilegt líf á ný, með aðstoð sérfræðinga á öllum sviðum og koma þeim í viðeigandi meðferðir,“ segir Trump.
600.000 Bandaríkjamenn voru heimilislausir á síðasta ári samkvæmt National Alliance to End Homelessness (NAEH) og skipulagt átak í gangi víða um landið með það að markmiði að gera heimilisleysi ólöglegt.
Nokkur fylki hafa nú þegar lagt fram frumvörp þess efnis, þar á meðal Texas, Tennessee og Missouri.
Ræðuna má sjá hér neðar: