Áströlsk yfirvöld fá á sig hópmálssókn vegna bóluefnanna: „Þau hylmdu yfir skaðann“

frettinCovid bóluefni, Dómsmál, InnlentLeave a Comment

Hópmálsókn vegna Covid-19 bóluefnaskaða hefur verið höfðuð gegn áströlskum yfirvöldum, lyfjaeftirlitinu, og fleirum þar í landi.

Að málssókninni standa 500 Ástralar sem telja að bóluefnið hafi valdið þeim skaða, auk syrgjenda ástvina sem létust eftir Covid-19 bólusetningar.

Einn af stefnendum sem fékk alvarlega gollurshússbólgu í kjölfar Pfizer sprautu heldur því fram að yfirvöld hafi hylmt yfir mögulegri skaðsemi sprautanna meðan á bólusetningaherferðinni stóð.

Alríkisstjórninni, lyfjaeftirlitinu og heilbrigðisráðuneytinu, auk fjölda háttsettra opinberra starfsmanna, er stefnt í málinu sem höfðað var fyrir New South Wales alríkisdómstólnum í síðustu viku.

Þeir stefndu eru sakaðir um vanrækslu við samþykki og eftirlit með Covid-19 bóluefnum, brot á lögbundnum skyldum og misgjörðir í opinberu starfi.

Hópmálsóknin var skipulögð af Dr. Melissa McCann, lækni í Queensland, sem safnaði yfir 105.000 dollurum í gegnum hópfjármögnun.

„Þeir sködduðu sem og syrgjendur látinna hafa orðið fyrir gríðarlegum missi, þjáningu og sorg,“ segir Dr. McCann. „Og jafn sorglegt hefur verið að horfa upp þögnina, afvegaleiðinguna og lygina, sem hefur valdið því að fólkið upplifi sit eitt og yfirgefið í sínum veikindum. Við getum einfaldlega haldið bara áfram og skilið þá eftir.“

Dr. McCann hefur verið gagnrýninn á núverandi bótakerfi og sagt það óviðunandi. „Margir Ástralar sem hafa hlotið bóluefnaskaða og eiga ekki rétt á skaðabótum frá ríkinu sitja nú einir á báti, án stuðnings,“ segir Dr McCann. Viðtal við hana á sjónvarpsstöðinni Sky News fylgir hér neðar.

Fyrrum forseti AMA sködduð eftir sprauturnar

Í lok síðasta árs steig Dr. Kerryn Phelps fram og sagði sögu sína. Hún er ástralskur læknir, fyrrum þingmaður og fyrrum forseti áströlsku læknasamtakanna (AMA). Phelps var í viðtali hjá miðlinum News.com.au þar sem hún sagði frá því að hún og eiginkona hennar hafi báðar orðið fyrir alvarlegum og viðvarandi skaða af völdum Covid bólusetninga, og að raunverulegt hlutfall aukaverkana sé mun hærra en viðurkennt er vegna vanskráningar og hótana frá eftirlitsaðilum. 

Mesti skandall í sögu lækninga

Ástralski þingmaðurinn Alex Antic fékk aðgang að gögnum með vísan til upplýsingalaga sem sýndu að fjöldi hjartatengdra tilfella á sjúkrahúsum í Suður-Ástralíu meðal 15-44 ára næstum tvöfaldaðist eftir að Covid „bólusetningar“ hófust. Þessi sprautuherferð mun fara í sögubækurnar sem mesti skandall í sögu lækninga og ekkert ykkar sagði eitt einasta orð,“ sagði þingmaðurinn í ræðu sinni á þinginu. Ræðuna má finna hér.

Dr. McCann í viðtali hjá Sky News vegna málssóknarinnar:

Skildu eftir skilaboð