Krefst þess að WHO dragi tafarlaust til baka leiðbeiningar um kynfræðslu ungra barna

frettinErlent, Kynjamál, WHO4 Comments

Mynd: Laura Anne Jones, skuggamálaráðherra menntamála í Wales

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) er hvött til að draga tafarlaust til baka „svívirðilegar“ leiðbeiningar til skóla um „kynfræðslu“ fyrir ung börn.

Mikil reiði og hneykslan ríkir vegna leiðbeininga um kynfræðsluefni WHO fyrir ung börn þar sem meðal annars er að finna kennsluefni um „sjálfsfróun og kynvitund ungra barna.“  Í leiðbeiningunum kemur m.a. fram að börn undir fjögurra ári aldri ættu að „spyrja um kynhneigð.“

Börn yngri en fjögurra ára ættu að „spyrja spurninga um kynhneigð“ og „rannsaka kynvitund,“ samkvæmt ítarlegri skýrslu frá WHO sem ætluð er fólki í stjórnunarstöðum um alla Evrópu.

Samkvæmt skýrslu WHO á að kenna börnum yngri en fjögurra ára hvernig „skuli njóta þess og fá ánægju út úr því að snerta eigin líkama; sjálfsfróun ungra barna“.

Í skýrslunni kemur einnig fram að börn á aldrinum fjögurra til sex ára ættu að „tala um kynferðismál“ og „styrkja/staðfesta kynvitund sína.“

Hin umdeilda 68 blaðsíðna skýrsla Standards For Sexuality Education in Europe var fyrst gefin út árið 2010 og hópar sem hafa áhyggjur af kynvæðingu mjög ungra barna vilja að hún verði bönnuð af ótta við að hafa áhrif á opinbera kynfræðslustefnu.

Laura Anne Jones, skuggamálaráðherra menntamála í Wales, segir að WHO þurfi að afturkalla þessar leiðbeiningar tafarlaust. Jones kallaði einnig eftir því að velska ríkisstjórnin „fjarlægði sig frá þessum svívirðilegu“ leiðbeiningum WHO.

Jones sagði við Telegraph: „Við verðum að stöðva án tafar þrýstinginn á þessari skaðlegu kynjahugmyndafræði inn í kynfræðslu í Wales og Bretlandi.“

Hér neðar má sjá dæmi um kennsluna.

Fréttin var í Telegraph og Daily Mail.

4 Comments on “Krefst þess að WHO dragi tafarlaust til baka leiðbeiningar um kynfræðslu ungra barna”

  1. Þetta sjúka hyski er að reyna að normalisera barnaníð, UN er með það sama í þeirra skjölum! Það er þegar búið að sýna fram á að þessar stofnanir hafa stundað mannsal á börnum, þá á að reyna fá fólk til að samþykkja þetta ofbeldi gegn börnum, styður ríkisstjórn landsins barnaníðinga? Þið sjáið að þessi geðveiki er þegar byrjuð í skólum landsins, meðal annars sem þessi úrkynjaða trans hugmyndafræði. Það lítur út fyrir að þessi svokallaða ríkisstjórn stýri engu hér, heldur ólýðræðislega kjörnar stofnanir sem hafa nú börnin okkar sem skotmark! Maður hefur heyrt Nuremberg 2.0. Ætti það meðal annars vel við hér

Skildu eftir skilaboð