Starfsmaður BlackRock í leynilegri upptöku: Stjórnmálamenn eru hræódýrir og stríð góður bisness

frettinErlent, Fjármál, ViðtalLeave a Comment

Rannsóknarblaðamenn O'Keefe Media Group (OMG) hafa gefið út nýtt myndband sem er jafnvel eitt stærsta rannsóknarverkefni James O'Keefe, framkvæmdastjóra OMG til þessa. Málið varðar fjárfestingafélagið BlackRock Inc. sem er með trilljónir bandaríkjadollara í eignastýringu.

Í myndefninu, sem var tekið upp í leyni, útskýrir starfsmaður BlackRock,  Serge Varlay, hvernig BlackRock er fært um að „stjórna heiminum“. Myndefnið var tekið upp á nokkrum fundum í New York af einum blaðamanna OMG.

BlackRock Inc. er stærsta eignastýringarfyrirtæki í heimi sem hefur upp á síðkastið verið töluvert í fréttum vegna stórra yfirtaka. Varlay segir að það sé auðveldara fyrir BlackRock að framkvæma hluti þegar „fólk er ekki að hugsa um þá“ og að Blackock „vilji hvergi vera á ratsjánni. Þessi upptaka útskýrir hvers vegna.

Serge Varlay sagði við blaðamann OMG að BlackRock hefði umsjón með um 20 trilljónum dollara á heimsvísu. Samkvæmt honum eru þetta „óskiljanlegar fjárhæðir“. Fyrirtækið er með yfir 9,5 trilljónir dollara í eignastýringu, sem er meira en landsframleiðsla allra ríkja heims fyrir utan Bandaríkin og Kína.

„Öldungadeildarþingmenn...eru helvíti ódýrir – ef maður á 10 þúsund dollara, þá er hægt að kaupa einn slíkan,“ sagði Varlay sem upplýsti þar með um þá spillingu og mútur sem viðgangast í fyrirtækinu sem hann starfar hjá.

„Maður getur notað þennan sand af seðlum og keypt fólk. Ég er að vinna hja BlackRock. Það skiptir engu máli hver er forseti heldur hver stjórnar veskinu hans. Það er hægt að kaupa frambjóðendur. Fyrir 10 þúsund dollara er hægt að kaupa öldungadeildarþingmann, ég skal láta þig hafa 500 þúsund dollara núna, það skiptir ekki máli hver vinnur, þeir eru í mínum vasa.“

Varlay lét ekki þar við sitja, heldur lýsti hann því sem menn í hans geira hugsa í tengslum við stríðsátök. Þeir segja það vera „alveg helvíti góðan bisness“.

„Úkraína er góð fyrir bisnessinn, þú veist það ekki satt? Rússar sprengja kornsíló í Úkraínu í loft upp og verðið á hveiti rýkur upp. Úkraínska hagkerfið er hveitimarkaðurinn. Verð á brauði hækkar, þetta er frábært ef þú ert í (verðbréfa)viðskiptum. Sveiflurnar skapa tækifæri til að hagnast. Varlay bætti því við að það væri „spennandi þegar málin færu úrskeiðis“.

Þrátt fyrir þá staðreynd að Varlay hafi bókstaflega spurt blaðamann OMG hvort hann væri "under-cover" miðað við hvers eðlis spurningarnar voru, þá vissi Varlay ekki að upptaka væri í gangi. Honum þótti spurningar blaðamannsins grunsamlegar vegna þess að „venjulegu fólki er skítsama“ um þennan harða veruleika. „Þetta er ofar skilningi þessa fólks,“ segir Varlay.

Þegar þetta er skrifað, hafði blaðafulltrúi BlackRock Inc neitað að tjá sig um fréttina, segir í frétt OMG. Upplýsingum um Varley á Linkedin og víðar hefur verið eytt.

Hér má sjá myndbandið:

Skildu eftir skilaboð