Bankareikningum Nigel Farage lokað án skýringa

frettinErlent, Fræga fólkiðLeave a Comment

Nigel Farage heldur því fram að elítan sé að reyna að þvinga hann til að yfirgefa Bretland. Hann segir alls sjö banka hafa neitað honum að opna bankareikning. Fyrir nokkrum mánuðum fékk hann símtal frá bankanum sem hann hefur verið í viðskiptum við frá árinu 1980 og honum tilkynnt að öllum reikningum hans verði lokað á næstunni.

Farage sem er fyrrum leiðtogi Brexit-flokksins og margverðlaunaður þáttastjórnandi hjá fréttstöðinni GB News sagði á Twitter í morgun „Elítan er að reyna að þvinga mig úr Bretlandi með því að loka bankareikningunum mínum.“

„Ég hef ekki fengið neinar skýringar, eða úrlausnir, á því hvers vegna þetta er að gerast hjá mér. Þetta eru alvarlegar pólitískar ofsóknir á æðsta stigi kerfisins. Ef þeir geta gert þetta við mig þá geta þeir gert hið sama við ykkur,“ sagði Farage.

Aðgerðirnar virðast vera samræmd tilraun fjármálastofnana til að fara á eftir stjórnmálamönnum sem eru til hægri í stjórnmálum.

Samkvæmt breska miðlinum Express.co.uk hefur stjórnmálaflokknum Reclaim Party verið neitað um að opna bankareikning í öllum breskum bönkunum. Auk þess var einum af reikningum Reform UK flokksins lokað með lágmarks fyrirvara.

Þess má geta að breski þingmaðurinn Andrew Bridgen sem á þessu ári var hent út úr Íhaldsflokknum fyrir að ræða skaða af völdum Covid „bóluefna“ gekk nýlega til liðs við Reclaim flokkinn.

Þess má einnig geta að Farage tók í vkiunni við hinum virtu fjölmiðlaverðlaunum TRIC (Television and Radio International Club) sem besti fréttafréttamaðurinn.

Hér má hlusta á Farage segja frá málinu:

Skildu eftir skilaboð